Erlent

Átta látnir eftir hnífaárás í Kína

atli ísleifsson skrifar
Mjög ótryggt ástand hefur verið í héraðinu síðustu árin. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mjög ótryggt ástand hefur verið í héraðinu síðustu árin. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Fimm voru myrtir í Pishan í Xinjiang-héraði í Kína í gærkvöldi þegar þrír menn vopnaðir hnífum réðust á fólk á götu úti.

Fimm aðrir ligga alvarlega særðir eftir árásina en morðingjarnir voru allir þrír felldir af lögreglu, að því er stjórnvöld í héraðinu segja.

Ekki er ljóst hvað lá að baki árásinni en í frétt BBC kemur fram að aðskilnaðarsinnuðum múslimum sé oft kennt um árásir af þessu tagi á þessum slóðum.

Mjög ótryggt ástand hefur verið í héraðinu síðustu árin en það nýtur nokkurar sjálfstjórnar en meirihluti íbúanna er svokallaðir Úígúrar sem eru múslimatrúar.

Gagnrýnendur saka kínversk stjórnvöld um kúgunartilburði í garð Úígúra en stjórnvöld í Peking hafna slíkum ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×