Atli bjóst ekki við ákærum 30. september 2010 04:00 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj
Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira