Handbolti

Atli Ævar skoraði sex mörk í tapi gegn meisturunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson kom til Guif frá Danmörku.
Atli Ævar Ingólfsson kom til Guif frá Danmörku. mynd/guif.nu
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Guif frá Eskilstuna töpuðu fyrir meisturum Alingsås, 30-27, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Guif, sem varð deildarmeistari í vor en tapaði í undanúrslitum, var marki yfir í hálfleik, 15-14. Heimamenn voru aftur á móti fljótir að taka völdin í þeim síðariog komust mest fjórum mörkum yfir nokkrum sinnum í leiknum.

Gestirnir voru alltaf þremur til fjórum mörkum á eftir meisturunum og þurftu að sætta sig við tap á endanum. Guif er með tvö stig eftir þrjá leiki en Alingsås er búið að vinna alla sína leiki til þessa.

Atli Ævar Ingólfsson, sem kom í stað Heimis Óla Heimissonar á línuna hjá Guif, skoraði sex mörk í leiknum og landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson varði þrettán skot af 32 sem gerir 38 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Nýliðar Ricoh, sem unnu Guif í fyrstu umferðinni, töpuðu á útivelli í kvöld gegn stórliði Sävehof, 26-23. Jafnt var í hálfleik, en heimamenn voru sterkari í þeim síðari.

Tandri Már Konráðsson, sem gekk í raðir Ricoh í sumar, skoraði fjögur mörk fyrir nýliðina sem eru með tvö stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×