Innlent

Átján leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana

Talskona Stígamóta, Guðrún Jónsdóttir, kynnir skýrslu Stígamóta.
Talskona Stígamóta, Guðrún Jónsdóttir, kynnir skýrslu Stígamóta.
18 einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2011 vegna hópnauðgana. Það er fjölgun frá árinu 2010 en þá voru viðtöl vegna hópnauðgana alls 13. Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir árið 2011 fyrir blaðamönnum í morgun. Alls leituðu 169 einstaklingar til Stígamóta vegna nauðgana árið 2011.

Færri leituðu til Stígamóta árið 2011 vegna lyfjanauðgana en árið á undan en þá fóru alls 17 í viðtal vegna þess að þeim hafði byrluð lyf og nauðgað. Hópnauðgunum hefur aftur á móti fjölgað á milli áranna en árið 2010 leituðu 13 einstaklingar til Stígamóta vegna slíkrar nauðgunar en í fyrra hækkaði sú tala upp í 18. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir þetta óhuggulega staðreynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×