Erlent

Átján fórust í eldsvoða á karaókístað í Kína

Kjartan Kjartansson skrifar
Byggingin sem hýsti KTV-karaókíbarinn er illa leikið eftir eldinn þar í nótt.
Byggingin sem hýsti KTV-karaókíbarinn er illa leikið eftir eldinn þar í nótt. Vísir/AFP
Eldsvoði í karaókíbar í kínversku borginni Yingde varð átján manns að bana í nótt. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um íkveikju.

Fimm aðrir slösuðust í eldinum sem braust út í þriggja hæða byggingu skömmu eftir miðnætti að staðartíma, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Grunaði brennuvargurinn er sagður hafa lokað eina útgangi barsins með bifhjóli áður en hann kveikti í.

Hann hlaut sjálfur brunasár og var handtekinn í morgun eftir að lögregla hafði boðið fé fyrir upplýsingar um hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×