Athugasemdir við leiðara Fréttablaðsins Arnór Sighvatsson skrifar 10. september 2014 07:00 Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun