Athugasemdir við leiðara Fréttablaðsins Arnór Sighvatsson skrifar 10. september 2014 07:00 Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun