Lífið

Athugar afleiðingar Snapchat

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Skjáskotið af Snapchatmyndinni sem hefur nú farið af stað um netið.
Skjáskotið af Snapchatmyndinni sem hefur nú farið af stað um netið. Vísir
Rakel Tanja Bjarnadóttir, kennari við Álftanesskóla, fékk nemendur sína í 5. bekk til þess að taka mynd á snapchatið hennar.

Myndina sendi hún svo á fimmtán vini sína í þeim tilgangi að sýna nemendunum hversu langt ein mynd getur farið á netinu.

Myndina fór af stað um klukkan eitt þann 2. mars. Klukkan 14:50 sama dag var myndin komin á facebook og búið að deila henni 390 sinnum. „Þetta er eiginlega dálítið klikkað. Ég er að kenna tímann Lýðræði og mannréttindi og langaði að poppa námsefnið aðeins upp og valdi að tala um netöryggi,“ sagði Rakel, og bætir við: „Það tók einn vinur skjáskot af myndinni, sem hann svo deildi á facebook.“

Hún segir að krakkarnir hafi haldið að þetta færi bara á vini hennar. „Einn í hópunum sagði að ef þetta færi á facebook fengið þetta kannski 17 like,“ segir Rakel. Hún segir tilganginn með þessu að fá krakkana til þess að átta sig á hversu hratt mynd dreifist um netið og að kenna þeim að vera ekki kærulaus á samfélagsmiðlum. 

Uppfært: Í fyrstu stóð að Rakel Tanja væri kennari við Álftamýraskóla, en það var ekki rétt og hefur nú verið leiðrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×