Golf

Ástralskir ólympíufarar hrauna yfir Scott

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam Scott.
Adam Scott. vísir/getty
Ástralir eru ekki ánægðir með að þekktasti kylfingur landsins, Adam Scott, hafi neitað því að taka þátt í Ólympíuleikunum fyrir þjóð sína.

Það verður keppt í golfi í fyrsta skipti á Ólympíuleikum í Ríó í sumar. Margir kylfingar eru mjög spenntir fyrir því en Adam Scott er ekki einn þéirra.

Ein þekktasta sundkona Ástrala, Dawn Fraser, lét Scott heyra það en hún hefur unnið til átta verðlauna á Ólympíuleikum.

„Sorglegt að að heyra að Scott komi Ólympíuleikum ekki inn í sína dagskrá. Frábært hjá þér Adam að gefa skít í þjóðina og hugsa bara um eigin hagsmuni. Hvað vantar þig eiginlega mikinn pening í lífinu? Þú gefur þjóð þinni ekki mikið,“ sagði Fraser alveg bálreið.

Hún er reyndar ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum. Þessi ummæli staðfesta það.

Fleiri ástralskir ólympíufarar hafa sent Scott tóninn og hann ætti líklega að halda sig utan heimalandsins á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×