Ástæða til að gleðjast í stað almennra leiðinda Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2014 19:45 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að skuldaniðurfærsla heimilanna verði mun minni en formenn stjórnarflokkanna boðuðu í Hörpu á sínum tíma. Forsætisráðherra sakaði hann um að ala á ótta hjá þeim tugum þúsunda heimila sem búast megi við leiðréttingu húsnæðisskulda sinna. Fjármálaráðherra mælti loks fyrir stóru skuldaniðurfellingarfrumvörpunum á Alþingi í dag. En í fyrirspurnartíma fékk þingflokksformaður Samfylkingarinnar dæmi ríkisstjórnarinnar ekki til að ganga upp. Í frumvörpunum sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í dag er annars vegar gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána og hins vegar beinu framlagi úr ríkissjóði upp á 80 milljarða á næstu fjórum árum í sama tilgangi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar ynnti forsætisráðherra eftir reiknivél sem boðað hafi verið að sett yrði upp svo skuldarar gætu séð hversu mikið lán þeirra muni lækka. „Þegar maður pantar sér pítsu veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstangir. Maður hefur líka upplýsingar um verðið. En nú ber svo við að almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu,“ sagði Helgi. Það hafi hins vegar átt að vera hægt samkvæmt tillögum sem kynntar voru í Hörpu í nóvember. „Og í fréttatilkynningunni með Hörpu var reiknivél lofað um tillögurnar. Svo var allt í einu hætt við að setja fram reiknivél og eftir það var alveg horfið frá tillögunum sem kynntar voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Hér er verið að kynna tillögur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að koma til móts við heimili landsins. Viðbrögð háttvirts þingmanns við þessu og undirbúningur hans fyrir umræðuna hefur eingöngu snúist um það að reyna að ala sem mest á tortryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann getur mögulega á einhvern hátt gert óörugga eða óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Svarið væri einfalt, það sem kynnt hafi verið í Hörpu hafi síðan verið útfært. „Í Hörpu töluðu forsætis- og fjármálaráðherra um að fólk mætti vænta þess að fá 13 prósent. Nú eru þeir alveg hættir að nefna prósentur. Leiðrétingartillögurnar sem kynntar voru í Iðnó nema 5,7 prósentum af verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er allt önnur tala en 13 prósentin sem nefnd voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Virðulegur forseti, ég er ekki að hugsa um háttvirtan þingmann Helga Hjörvar. Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þingmaður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi, þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að skuldaniðurfærsla heimilanna verði mun minni en formenn stjórnarflokkanna boðuðu í Hörpu á sínum tíma. Forsætisráðherra sakaði hann um að ala á ótta hjá þeim tugum þúsunda heimila sem búast megi við leiðréttingu húsnæðisskulda sinna. Fjármálaráðherra mælti loks fyrir stóru skuldaniðurfellingarfrumvörpunum á Alþingi í dag. En í fyrirspurnartíma fékk þingflokksformaður Samfylkingarinnar dæmi ríkisstjórnarinnar ekki til að ganga upp. Í frumvörpunum sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í dag er annars vegar gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána og hins vegar beinu framlagi úr ríkissjóði upp á 80 milljarða á næstu fjórum árum í sama tilgangi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar ynnti forsætisráðherra eftir reiknivél sem boðað hafi verið að sett yrði upp svo skuldarar gætu séð hversu mikið lán þeirra muni lækka. „Þegar maður pantar sér pítsu veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstangir. Maður hefur líka upplýsingar um verðið. En nú ber svo við að almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu,“ sagði Helgi. Það hafi hins vegar átt að vera hægt samkvæmt tillögum sem kynntar voru í Hörpu í nóvember. „Og í fréttatilkynningunni með Hörpu var reiknivél lofað um tillögurnar. Svo var allt í einu hætt við að setja fram reiknivél og eftir það var alveg horfið frá tillögunum sem kynntar voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Hér er verið að kynna tillögur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að koma til móts við heimili landsins. Viðbrögð háttvirts þingmanns við þessu og undirbúningur hans fyrir umræðuna hefur eingöngu snúist um það að reyna að ala sem mest á tortryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann getur mögulega á einhvern hátt gert óörugga eða óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Svarið væri einfalt, það sem kynnt hafi verið í Hörpu hafi síðan verið útfært. „Í Hörpu töluðu forsætis- og fjármálaráðherra um að fólk mætti vænta þess að fá 13 prósent. Nú eru þeir alveg hættir að nefna prósentur. Leiðrétingartillögurnar sem kynntar voru í Iðnó nema 5,7 prósentum af verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er allt önnur tala en 13 prósentin sem nefnd voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Virðulegur forseti, ég er ekki að hugsa um háttvirtan þingmann Helga Hjörvar. Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þingmaður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi, þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels