Ást og hatur í 100 ár Frosti Ólafsson skrifar 27. september 2016 07:00 Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi einsog sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efnahagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren symfónían, skelkur landsbygðarinnar.Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagnsemi þáverandi landbúnaðarstefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis samþykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Fulltrúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnurekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúabænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingarinnar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum.Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endurspeglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á samráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar landbúnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjanleika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingismenn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endurskoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbúnað. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbúnaðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Sjá meira
Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi einsog sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efnahagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren symfónían, skelkur landsbygðarinnar.Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagnsemi þáverandi landbúnaðarstefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis samþykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Fulltrúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnurekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúabænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingarinnar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum.Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endurspeglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á samráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar landbúnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjanleika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingismenn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endurskoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbúnað. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbúnaðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar