Ást og hatur í 100 ár Frosti Ólafsson skrifar 27. september 2016 07:00 Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi einsog sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efnahagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren symfónían, skelkur landsbygðarinnar.Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagnsemi þáverandi landbúnaðarstefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis samþykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Fulltrúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnurekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúabænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingarinnar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum.Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endurspeglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á samráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar landbúnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjanleika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingismenn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endurskoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbúnað. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbúnaðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi einsog sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efnahagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren symfónían, skelkur landsbygðarinnar.Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagnsemi þáverandi landbúnaðarstefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis samþykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Fulltrúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnurekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúabænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingarinnar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum.Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endurspeglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á samráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar landbúnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjanleika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingismenn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endurskoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbúnað. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbúnaðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun