Innlent

Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ásmundur Einar Daðason er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Pjetur
Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. Ásmundur var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en að því er fram kemur á vef RÚV vandaði hann formanninum ekki kveðjurnar í ræðu sinni í dag.

Í frétt RÚV kemur fram að Ásmundur hafi upphaflega ekki ætlað að tala á flokksþinginu en framganga Sigmundar Davíðs á fundi framkvæmdastjórnar í gær hafi hins vegar orðið til þess að hann ákvað að taka til máls á þinginu.

Ásmundur hefur ekki mikið tjáð sig opinberlega um það sem gengið hefur á í flokknum en á flokksþinginu í dag lýsti hann upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins. Sigmundur Davíð hafi staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út, en eins og fjallað hefur verið um voru drög að dagskrá þingsins gagnrýnd þar sem ekki var gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra.

Sagði Ásmundur að á fundinum í gær hefðu orð eins og sáttavilji ekki komið í hug heldur orð eins og hroki og einræði.

Nánar er fjallað um ræðu Ásmundar á vef RÚV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×