Innlent

Askan úr Eyjafjallajökulsgosinu var góður áburður fyrir þörunga

Öskufallið úr Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010 leiddi til þess að plöntusvif eða þörungar blómstruðu sem sjaldan fyrr í Norður Atlantshafinu suður af ströndum Íslands.

Þetta eru niðurstöður breskra vísindamanna úr samhangandi rannsóknum þeirra á þörungum og plöntusvifi á Norður Atlantshafinu á árunum rétt fyrir og rétt eftir gosið í Eyjafjallajökli. Rannsóknir þessar voru unnar á vegum háskólans í Southampton í Englandi.

Eins og kunnugt er stöðvaðist allt flug í norðanverði Evrópu um tíma vegna hinna miklu ösku sem fylgdi gosinu. Þessi járnríka aska var hinsvegar gæðaáburður fyrir undirstöður fæðukeðjunnar í Norður Atlantshafi þar sem hún féll til hafs suður af Íslandi.

Járn er nauðsynlegt fyrir afkomu plöntusvifs og þörunga en talið er að askan sem féll á hafið hafi innihaldið um 100 tonn af járni. Þetta járn dreifðist yfir um 570 þúsund ferkílómetra hafsvæði suður af Íslandi öllu dýralífi þar til hagsbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×