Ásatrúarfélaginu berast stuðningskveðjur að utan Bjarki Ármannsson skrifar 15. júlí 2015 21:35 Hilmar Örn og félagar njóta stuðnings netverja. Vísir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að félagið hefði sætt gagnrýni að utan fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Honum hefðu borist fregnir af hópum sem ætluðu að vitja nýs hofs félagsins, sem á að rísa í Öskjuhlíð á næsta ári, og helga það á sinn hátt svo hægt væri að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. „Við höfum því miður fengið hatursgusur að utan fyrir það til að mynda að við höfum látið málefni samkynhneigðra okkur varða og börðumst lengi fyrir þeim rétti að fá að gefa saman samkynhneigð pör,“ sagði Hilmar Örn á mánudaginn. Viðbrögð erlendra lesenda við frétt Vísis og Iceland Magazine um málið benda til þess að þessir hópar séu í minnihluta í samfélagi heiðinna. Langflestir sem tjá sig í ummælakerfi Iceland Magazine og í umræðum um fréttina á samskiptavefnum Reddit segjast styðja Ásatrúarfélagið og afstöðu þeirra gagnvart samkynhneigðum. „Ég er bandarískur heiðingi og þið hafið allan stuðning minn,“ skrifar til að mynda einn lesandi. „Það hefur greinilega farið fram hjá nokkrum þessara gagnrýnenda að það að sækja annan heim er helgur virðingarvottur.“ Aðrir segjast deila upplifun Hilmars af yfirlýstum Ásatrúarmönnum sem fordæmi samkynja hjónavígslur þrátt fyrir heimildir sem bendi til þess að heiðingjar á Norðurlöndum hafi ekkert haft á móti samkynhneigð. Þá lýsa margir yfir áhuga á að heimsækja hofið þegar það opnar. „Ég styð vinnubrögð Ásatrúarfélagsins í nútímasamfélagi okkar,“ skrifar annar bandarískur heiðingi. „Heimsókn í hofið er á fötulistanum mínum. Heilsa!“ Tengdar fréttir Ofstækismenn vilja í nýtt hof Ásatrúarfélagsins Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson segir Ásatrúarfélagið hafa sætt gagnrýni fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Hilmari hafa borist fregnir af hópum sem ætla að vitja hofsins og helga það á sinn hátt svo hægt sé að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. 13. júlí 2015 21:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að félagið hefði sætt gagnrýni að utan fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Honum hefðu borist fregnir af hópum sem ætluðu að vitja nýs hofs félagsins, sem á að rísa í Öskjuhlíð á næsta ári, og helga það á sinn hátt svo hægt væri að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. „Við höfum því miður fengið hatursgusur að utan fyrir það til að mynda að við höfum látið málefni samkynhneigðra okkur varða og börðumst lengi fyrir þeim rétti að fá að gefa saman samkynhneigð pör,“ sagði Hilmar Örn á mánudaginn. Viðbrögð erlendra lesenda við frétt Vísis og Iceland Magazine um málið benda til þess að þessir hópar séu í minnihluta í samfélagi heiðinna. Langflestir sem tjá sig í ummælakerfi Iceland Magazine og í umræðum um fréttina á samskiptavefnum Reddit segjast styðja Ásatrúarfélagið og afstöðu þeirra gagnvart samkynhneigðum. „Ég er bandarískur heiðingi og þið hafið allan stuðning minn,“ skrifar til að mynda einn lesandi. „Það hefur greinilega farið fram hjá nokkrum þessara gagnrýnenda að það að sækja annan heim er helgur virðingarvottur.“ Aðrir segjast deila upplifun Hilmars af yfirlýstum Ásatrúarmönnum sem fordæmi samkynja hjónavígslur þrátt fyrir heimildir sem bendi til þess að heiðingjar á Norðurlöndum hafi ekkert haft á móti samkynhneigð. Þá lýsa margir yfir áhuga á að heimsækja hofið þegar það opnar. „Ég styð vinnubrögð Ásatrúarfélagsins í nútímasamfélagi okkar,“ skrifar annar bandarískur heiðingi. „Heimsókn í hofið er á fötulistanum mínum. Heilsa!“
Tengdar fréttir Ofstækismenn vilja í nýtt hof Ásatrúarfélagsins Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson segir Ásatrúarfélagið hafa sætt gagnrýni fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Hilmari hafa borist fregnir af hópum sem ætla að vitja hofsins og helga það á sinn hátt svo hægt sé að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. 13. júlí 2015 21:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ofstækismenn vilja í nýtt hof Ásatrúarfélagsins Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson segir Ásatrúarfélagið hafa sætt gagnrýni fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Hilmari hafa borist fregnir af hópum sem ætla að vitja hofsins og helga það á sinn hátt svo hægt sé að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. 13. júlí 2015 21:15