Enski boltinn

Leikmaður Hull höfuðkúpubrotnaði og fór í aðgerð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samstuðið harkalega.
Samstuðið harkalega. vísir/getty
Ryan Mason, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Hull City, höfuðkúpubrotnaði í leiknum gegn Chelsea í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Mason lenti í harkalegu samstuði við Gary Cahill í fyrri hálfleik í leiknum í dag. Hann lá óvígur eftir og var svo borinn af velli.

Höggið var þungt og það blæddi inn á heila Masons. Breska blaðið Mirror gekk svo langt að segja að hann væri í lífshættu.

Hull hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Mason hafi höfuðkúpubrotnað. Hann hafi hins vegar gengist undir aðgerð og líðan hans sé nú stöðug. Mason verður þó á spítala næstu dagana að því er fram kemur í yfirlýsingunni.

Chelsea vann leikinn í dag með tveimur mörkum gegn engu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×