Fótbolti

Sigur hjá Íslendingunum fjórum í Lokeren

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Lokeren.
Sverrir Ingi í leik með Lokeren. vísir/getty
Íslendingaliðið Lokeren vann góðan sigur á St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en fjórir Íslendingar eru á mála hjá Lokeren.

Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik, en það gerði Mijat Maric af vítapunktinum. Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spiluðu báðir allan leikinn fyrir Lokeren.

Rúnar Kristinsson er þjálfari Lokeren og Arnar Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari. Lokeren er í tólfta sætinu eftir sextán leiki með fimmtán stig.

Rúnar Már Sigurjónssson spilaði allan leikinn fyrir Grasshopper sem gerði 2-2 jafntefli við St. Gallen í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Grasshopper komst í tvígang yfir, en í bæði skiptin komu gestirnir í St. Gallen til baka og jöfnuðu. Grasshopper er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×