Enski boltinn

Tottenham með Calhanouglu í sigtinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Calhanoglu hefur verið í herbúðum Bayer Leverkusen frá 2014.
Calhanoglu hefur verið í herbúðum Bayer Leverkusen frá 2014. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur hefur áhuga á tyrkneska miðjumanninum Hakan Calhanoglu sem leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, að bæta skapandi leikmanni við hópinn og hann rennir hýru auga til Calhanoglu.

Umboðsmaður Tyrkjans staðfesti í samtali við Express í Þýskalandi að Tottenham hefði haft samband við sig varðandi kaup á Calhanoglu sem er 22 ára.

Pochettino ku vilja fá þrjá nýja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Kantmaðurinn Georges-Kevin N'Koudou og markvörðurinn Pau Lopez hjá Espanyol eru á óskalistanum hjá Argentínumanninum sem er á sínu þriðja tímabili hjá Tottenham.

Spurs er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×