Fótbolti

Varamaðurinn Guðmundur komst á blað | Sigur í kveðjuleik Hannesar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur komst á blað í dag eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Guðmundur komst á blað í dag eftir að hafa komið inná sem varamaður. Vísir/Heimasíða Start
Guðmundur Kristjánsson kom inn af varamannabekk Start og skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn Molde í dag en mark hans kom aðeins nokkrum mínútum eftir að hann kom inná völlinn.

Guðmundur byrjaði leikinn á varamannabekknum en lék seinasta hálftímann í liði Start á meðan í liði Molde lék Eiður Smári Guðjohnsen allan leikinn.

Guðmundur kom Start yfir um miðbik seinni hálfleiks en Joona Toivio náði að jafna metin skömmu síðar fyrir Molde og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Hannes Þór Halldórsson kvaddi Bodo/Glimt með 2-1 sigri í dag en hann lék síðasta leik sinn fyrir félagið áður en félagsskipti hans til Randers ganga í gegn.

Odd komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn náðu að jafna metin skömmu síðar og tryggja sér stigin þrjú á 65. mínútu með marki Fitim Azemi.

Aron Sigurðarson lék sjötíu mínútur í 0-1 tapi gegn Stromsgödset í dag en hann var tekinn af velli á 70. mínútu í stöðunni 0-0.

Þá fengu Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Esbjerg skell 0-4 gegn Bröndby á útivelli í dag en Bröndby gerði út um leikinn með þremur mörkum á tíu mínútna kafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×