Enski boltinn

Chelsea staðfestir kaupin á Kante

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kante í leik með Frakklandi á EM í sumar.
Kante í leik með Frakklandi á EM í sumar. Vísir/Getty
Chelsea staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á N'Golo Kanta frá Leicester en samkvæmt Sky greiðir Chelsea alls 32 milljónir punda fyrir franska landsliðsmanninn.

Leicester greiddi aðeins 5,5 milljónir punda fyrir Kante frá Cannes fyrir einu ári síðan en hann var einn besti leikmaður liðsins er Leicester fagnaði óvænt enska meistaratitlinum í vor.

Kante var fyrir vikið valinn í franska landsliðshópinn en hann byrjaði fyrstu fjóra leiki liðsins á mótinu og kom inná í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi en hann kom ekki við sögu í úrslitaleiknum.

Kante skrifaði undir fimm ára samning hjá Chelsea en koma hans gæti þýtt að Nemanja Matic sé á förum frá Chelsea.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa skrifað undir hjá einu af stærstu félögum heims. Það er draumur að rætast hjá mér og ég get ekki beðið eftir að vinna undir stjórn Conte með mörgum af bestu leikmönnum heims. Ég átti frábært fyrsta tímabil á Englandi og ég vonast til að byggja ofan á því með Chelsea á næstu árum,“ sagði Kante sáttur við undirskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×