Enski boltinn

Gylfi Þór og félagar fá lægstu einkunn fyrir frammistöðuna á markaðnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er stjarnan hjá Swansea en lítið er um nýja liðsfélaga enn sem komið er.
Gylfi Þór Sigurðsson er stjarnan hjá Swansea en lítið er um nýja liðsfélaga enn sem komið er. vísir/getty
Swansea, lið Gylf Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni, fær lægstu einkunn allra liða deildarinnar ásamt Burnley fyrir frammistöðu sína á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Þetta kemur fram í úttekt ESPN þar sem fréttaritarar allra liðanna í ensku úrvalsdeildinni gefa sínum liðum einkunn fyrir kaupin í sumar og skrifa stuttan texta um það sem er í gangi.

Swansea og Burnley fá bæði þrjá af tíu í einkunn en Max Hicks, fréttaritari ESPN um Swansea, segir: „Á meðan lið sem verða í baráttunni við Swansea hafa verið dugleg er lítið að gerast hjá þeim.“

Hann segir að augljóst hafi verið að Swansea myndi ganga frá samningi við Hollendinginn Leroy Fer eftir að hann stóð sig vel á láni seinni hluta síðustu leiktíðar.

Jóhann Berg er á leið til Burnley sem lagar einkunnina þar.vísir/getty
Hver leysir Bafétimi af?

Annar Hollendingur, Mike van der Hoorn, kemur bara í staðinn fyrir Kyle Bartley sem neðsti maður í goggunarröðina í varnarleiknum og þá virðist Bafétimbi Gomis, aðalframherji liðsins, á leið til Marseille á láni.

„Hvar er maðurinn sem á að leysa hann af?“ spyr Hicks. Walesverjinn Hal Robson-Kanu gæti dottið inn, en Swansea „verður að ganga frá kaupum á stærri leikmönnum og það fljótlega“ að sögn Hicks.

Nýliðar Burnley einnig þrjá af tíu en þar er lítið að gerast og liðið að missa fleiri leikmenn en það er að fá. Ekkert er talað um væntanleg kaup liðsins á íslenska landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni en sé hann tekinn inn í dæmið má reikna með að einkunninn væri nú hærri.

Crystal Palace, Leicester og Manchester City fá hæstu einkunn eða níu af tíu og Manchester United fær átta af tíu fyrir kaup sín á Eric Bailly, Zlatan og Henrik Mkhitaryan.

Arsenal fær ekki nema fimm af tíu líkt og Liverpool en alla úttektina má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×