Enski boltinn

Ranieri: Arsenal og Man. City geta ennþá unnið titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claudio Ranieri og Christian Fuchs fagna hér sigri í gærkvöldi.
Claudio Ranieri og Christian Fuchs fagna hér sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri toppliðs Leicester City, lítur ekki á það þannig að Leicester og Tottenham muni berjast um enska meistaratitilinn í átta síðustu umferðunum. Hann telur að bæði Arsenal og Manchester City séu enn með í baráttunni.

Leicester City náði fimm stiga forskot á Tottenham með 1-0 sigri á Newcastle í gærkvöldi. Arsenal er ellefu stigum á eftir Leicester og City er tólf stigum á eftir toppliðunum.

Eiga bara Leicester og Tottenham möguleika á því að verða enskur meistari í ár. „Nei, titilbaráttan er lopin," sagði Claudio Ranieri og bætti við:

„Það eru margir hér farnir að láta sig dreyma en við verðum að halda áfram að leggja mikið á okkur," sagði Ranieri.

„Ég vil berjast í öllum leikum. Nú þurfum við einbeita okkur að næsta andstæðingi sem er Crystal Palace. Það er annar erfiður leikur," sagði Ranieri.

Leicester City á eftir eftirtalda leiki: Crystal Palace (úti), Southampton (heima), Sunderland (úti), West Ham (heima), Swansea (heima), Man Utd (úti), Everton (heima) og Chelsea (úti).

Leikmenn Leicester City virkuðu frekar taugaveiklaðir í seinni hálfleiknum í gær og það er ljóst að taugaspennan verður ekkert minni þegar titilinn fer að nálgast enn frekar.

Chelsea vann ensku deildina í fyrra með því að ná í 87 stig en liðið fékk þá átta stigum meira en næsta lið. Meistarar síðustu fjögurra ára hafa fengið á bilinu 86 til 89 stig.

Leicester City er með 63 stig eftir 30 leiki en 24 stig eru ennþá í pottinum.




Tengdar fréttir

Harry Kane búinn að ná Jamie Vardy

Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 2-0 sigri á Aston Villa í gær og er þar með búinn að ná landa sínum Jamie Vardy í toppsæti listans yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×