Enski boltinn

Fyrirliði Watford líkir stjóra liðsins við Alex Ferguson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deeney og Flores eru miklir vinir.
Deeney og Flores eru miklir vinir. vísir/getty
Troy Deeney, fyrirliði Watford, hefur mikið álit á Quique Sánchez Flores, knattspyrnustjóra liðsins og líkir honum við sjálfan Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra Manchester United.

Nýliðar Watford hafa komið á óvart og farið vel stað á tímabilinu. Lærisveinar Flores hafa unnið síðustu tvo leiki sína og eru komnir upp í 9. ensku úrvalsdeildarinnar.

„Quique veit allt. Hann sér allt á æfingasvæðinu,“ sagði Deeney sem hefur verið hjá Watford frá árinu 2010 og skorað 82 mörk í 230 leikjum fyrir félagið.

„Hann minnir um margt á Alex Ferguson. Hann veit allt um alla og hvar leikmennirnir hafa verið. Hann leggur áherslu á að leikmenn leggi sig fram á æfingum.

„Ef ég skora á laugardegi en er svo hræðilegur á æfingum í vikunni á eftir er pottþétt að ég verði á bekknum í næsta leik,“ bætti Deeney við en hann hefur skorað eitt mark í úrvalsdeildinni til þessa.

Flores tók við stjórastarfinu hjá Watford í sumar en hann hefur áður þjálfað á Spáni, í Portúgal og Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×