Alltaf keila eða langa í matinn Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 11:41 Einar Kárason: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira