Enski boltinn

Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leicester fagnaði sigri í dag.
Leicester fagnaði sigri í dag. Vísir/Getty
Leicester átti í engum vandræðum með Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag, en lokatölur urðu 3-0 sigur Leicester. Þetta var áttunda tap Newcastle í röð.

Jose Leonardo Ulloa kom Leicster yfir eftir einungis 36 sekúndur og það var strax ljóst í hvað stefndi. Sextán mínútum síðar bætti Wes Morgan við marki og staðan 2-0 í hálfleik.

Ekki skánaði ástandið þegar Ulloa skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leicester af vítapunktinum á þriðju mínútu síðari hálfleiks.

Fleiri urðu mörkin ekki, en Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, var sendur í sturtu eftir tvö gul spjöld á sjö mínútna kafla. Afar heimskulegt.

Williamson var ekki sá eini hjá Newcastle sem var sendur í sturtu. Paul Dummett var einnig sendur í sturtu í uppbótartíma einnig eftir tvö gul spjöld.

Þetta var fimmti sigur Leicester í síðustu sex leikjum. Leicester er eftir sigurinn í sextánda sætinu með 34 stig, en Newcastle er í fjórtánda sætinu með 35.

1-0 fyrir Leicester: 2-0 fyrir Leicester: 3-0 fyrir Leicester:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×