Allt samfélagið brást Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. janúar 2014 07:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson „Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira