Allt samfélagið brást Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. janúar 2014 07:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson „Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Sjá meira
„Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Sjá meira