Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Hjörtur Hjartarson skrifar 20. nóvember 2014 19:46 Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“ Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira