Erlent

Ástand dýrategunda verra en talið var

Vísir/AFP

skýrsla frá hinu virta Dýrafræðafélagi Lundúnaborgar sýnir að dýrategundum á jörðinni hefur fækkað mun meira en áður hefur verið talið. Nú er því haldið fram að flokkar spendýra, fugla, skriðdýra, sjávardýra og fiska hafi dregist saman um 52 prósent að meðaltali á síðustu fjörutíu árum.

Verst er ástandið hjá tegundum sem lifa í ferskvatni þar sem fækkunin nemur 72 prósentum á sama tímabili. Mannskeppnunni er í flestum tilfellum um að kenna, skógur er felldur án þess að plantað sé fyrir nýjum trjám, ofveiði er stunduð víða í höfunum og ár og vötn eru nýtt í of miklum mæli þannig að hið náttúrulega jafnvægi raskast.
Fleiri fréttir

Sjá meira