Tímaspursmál hvenær þarf að neita krabbameinssjúklingum um ný lyf Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2014 10:22 Þorvarður Hálfdánarson starfar sem krabbameinslæknir á Mayo Clinic í Scottsdale í Arizona. Vísir „Það er einungis tímaspursmál hvenær við þurfum að neita fólki um þessi nýju lyf,“ segir Þorvarður Hálfdánarson, krabbameinslæknir á Mayo Clinic í Scottsdale í Arizona, aðspurður um stöðu krabbameinslækninga hér á Íslandi. Þorvarður segir Íslendinga nú hafa aðgang að góðum krabbameinslyfjum, sennilega að mestu leyti þeim bestu sem völ er á. Nú sé hins vegar staðan sú að „við, sem þjóðfélag, getum ekki borgað þessi nýju lyf fyrir marga af okkar krabbameinssjúklingum.“ Þorvarður mætti í viðtal í Bítið í morgun þar sem hann ræddi krabbameinsrannsóknir sínar og fleira. Hann segist ekki lítast vel á stöðuna á krabbameinsdeild á Landspítalanum. „Hér vantar tæki. Launin eru léleg.“ Hann segir talsverða fækkun krabbameinslækna hafa orðið og að engin nýliðun sé í sjónmáli. „Miðað við þau kjör og aðstæður sem boðið er upp á í dag þá sé ég ekki að kollegar mínir séu á leiðinni heim. Flestir eru starfandi við stór sjúkrahús erlendis þar sem aðgengi er að lyfjum, tækjum, rannsóknum og á talsvert betri launum. Ég sé ekki fram á að nokkur vilji koma heim og starfa undir þessum kringumstæðum.“Ert þú sjálfur á leiðinni heim?„Ekki á næstunni. Ég segi alltaf fimm ár í viðbót. Á fimm ára fresti segi ég fimm ár í viðbót.“ Hlusta má á allt viðtalið við Þorvarð í spilaranum að ofan. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
„Það er einungis tímaspursmál hvenær við þurfum að neita fólki um þessi nýju lyf,“ segir Þorvarður Hálfdánarson, krabbameinslæknir á Mayo Clinic í Scottsdale í Arizona, aðspurður um stöðu krabbameinslækninga hér á Íslandi. Þorvarður segir Íslendinga nú hafa aðgang að góðum krabbameinslyfjum, sennilega að mestu leyti þeim bestu sem völ er á. Nú sé hins vegar staðan sú að „við, sem þjóðfélag, getum ekki borgað þessi nýju lyf fyrir marga af okkar krabbameinssjúklingum.“ Þorvarður mætti í viðtal í Bítið í morgun þar sem hann ræddi krabbameinsrannsóknir sínar og fleira. Hann segist ekki lítast vel á stöðuna á krabbameinsdeild á Landspítalanum. „Hér vantar tæki. Launin eru léleg.“ Hann segir talsverða fækkun krabbameinslækna hafa orðið og að engin nýliðun sé í sjónmáli. „Miðað við þau kjör og aðstæður sem boðið er upp á í dag þá sé ég ekki að kollegar mínir séu á leiðinni heim. Flestir eru starfandi við stór sjúkrahús erlendis þar sem aðgengi er að lyfjum, tækjum, rannsóknum og á talsvert betri launum. Ég sé ekki fram á að nokkur vilji koma heim og starfa undir þessum kringumstæðum.“Ert þú sjálfur á leiðinni heim?„Ekki á næstunni. Ég segi alltaf fimm ár í viðbót. Á fimm ára fresti segi ég fimm ár í viðbót.“ Hlusta má á allt viðtalið við Þorvarð í spilaranum að ofan.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira