Handbolti

Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Petkovic var lengi við stjórnvölinn hjá Göppingen.
Petkovic var lengi við stjórnvölinn hjá Göppingen. Vísir/Getty
Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni.

Petkovic tekur við starfinu af Aðalsteini Eyjólfssyni sem var látinn taka pokann sinn um helgina.

Petkovic hefur náð góðum árangri alls staðar þar sem hann hefur verið, býr yfir mikilli reynslu og þykir harður í horn að taka.

Ráðning hans til Eisenach sýnir að forráðamenn félagsins hafi metnað til að ná lengra en gengi liðsins í þýsku B-deildinni er langt undir væntingum.

Bjarki Már Elísson og Hannes Jón Jónsson leika með Eisenach.


Tengdar fréttir

Aðalsteini sagt upp

Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu

Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×