Fótbolti

Þýskaland vann öruggan sigur | Reus fór meiddur af velli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marco Reus gengur af velli.
Marco Reus gengur af velli. Vísir/Getty
Þjóðverjar unnu seinasta vináttuleik liðsins sinn fyrir Heimsmeistaramótið með stæl í 6-1 sigri á Armenum í Mainz í kvöld. Þýskaland mætir Portúgal eftir tíu daga í fyrsta leik liðsins á mótinu.

Þjóðverjar urðu fyrir miklu áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Marco Reus, leikmaður Dortmund, fór meiddur af velli. Farið var með Reus rakleiðis á sjúkrahús en óttast er að hann geti ekki tekið þátt á mótinu.

Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik settu þýsku leikmennirnir í gír. Andrea Schürrle kom Þýskalandi yfir en skömmu síðar jafnaði Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Dortmund metin fyrir Armeníu.

Á seinustu 25. mínútum leiksins komu skyndilega fimm þýsk mörk sem tryggðu Þjóðverjum sigurinn. Voru þeir Lukas Podolski, Benedikt Höwedes, Miroslav Klose og Mario Götze þar að verki.

Góður sigur Þjóðverja staðreynd sem fellur þó í skugga meiðslanna.

Í Brasilíu unnu heimamenn nauman sigur á Serbíu. Leikurinn var seinasti leikur Brasilíumanna fyrir mót. Markahrókurinn Fred skoraði eina mark leiksins með skoti af stuttu færi en spilamennska heimamanna var ekkert sérstök í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×