Fagleg deiliskipulagsvinna við Skógafoss Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 5. júní 2014 07:00 Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar