Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina 11. janúar 2011 05:45 Utanríkisráðherra hlýðir hér á Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, á kynningarfundi Alþjóðamálastofnunar HÍ í mars í fyrra.Fréttablaðið/Valli Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira