Vinnur með ríkasta manni heims 10. janúar 2011 13:00 Baksviðs með Colin. Magnús Scheving sló Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, útaf laginu á ráðstefnu í Mexíkó nýlega. Latibær hefur verið í farabroddi í baráttunni gegn offitu barna í Mexíkó og var í forsvari fyrir átök sem átti að auka neyslu ávaxta og grænmetis í landinu. Magnús Scheving hefur fundað með Carlos Slim, ríkasta manni heims, um hvernig Latibær og hann geti tekið höndum saman í baráttunni gegn offitu barna. Magnús segist finna fyrir ótrúlegum meðbyr gagnvart boðskap Latibær, þjóðir heims átti sig nú að við raunverulegan vanda sé etja og vilji fá Latabæ til liðs við sig. „Manni fannst hérna áður fyrr að við værum með réttan boðskap á röngum tíma, nú er eins og við séum með réttan boðskap á réttum tíma." Latibær hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni gegn offitu barna í Mexíkó. Íslenska fyrirbærið var í farabroddi á mikilli herferð sem mexíkóska heilbrigðisráðuneytið og bandaríska stofunin USDA stóðu fyrir í nóvember og desember á síðasta ári í öllum stórmörkuðum Mexíkó. Tilgangurinn var að auka neyslu mexíkóskra barna á ávöxtum og grænmeti og fór árangurinn framúr björtustu vonum, neysla á grænmeti og ávöxtum jókst um 29 prósent á þessu tímabili. Þá hefur ekki verið flutt inn jafnmikið af grænmeti og ávöxtum frá Bandaríkjunum í sjö ár samkvæmt síðustu tölum. Ekki var vanþörf á átaki sem þessu því samkvæmt nýjustu tölum eru mexíkósk börn þau feitustu í heimi og offita þar í landi meðal yngstu kynslóðarinnar orðið mikið heilsufarsvandamál. Og Magnús var hálfgerður senuþjófur á mikilli ráðstefnu sem fjallaði um Mexíkó og möguleika landsins. Eins og ítrekað hefur verið fjallað um í heimspressunni glímir landið við mikið eiturlyfjavandamál þar sem glæpaklíkur og eiturlyfjabarónar vaða uppi í helstu borgum og bæjum landsins. Meðal ræðumanna voru nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman og Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Þetta var alveg ógnarstór salur, sviðið hefur sennilega verið jafnstórt og Laugardalshöll," segir Magnús sem kom á svið á eftir Krugman. Svo óheppilega vildi til að nóbelsverðlaunahafanum varð fótaskortur á sviðinu og því brá Magnús á það ráð að ganga á höndum inn á svið. Og var kynntur með þeim orðum að hann myndi ekki detta. Þetta vakti eðlilega mikla kátínu meðal ráðstefnugesta, nema kannski hjá Colin Powell. „Hann fór á svið á eftir mér og sagðist eiga erfitt með að toppa þetta." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Magnús Scheving hefur fundað með Carlos Slim, ríkasta manni heims, um hvernig Latibær og hann geti tekið höndum saman í baráttunni gegn offitu barna. Magnús segist finna fyrir ótrúlegum meðbyr gagnvart boðskap Latibær, þjóðir heims átti sig nú að við raunverulegan vanda sé etja og vilji fá Latabæ til liðs við sig. „Manni fannst hérna áður fyrr að við værum með réttan boðskap á röngum tíma, nú er eins og við séum með réttan boðskap á réttum tíma." Latibær hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni gegn offitu barna í Mexíkó. Íslenska fyrirbærið var í farabroddi á mikilli herferð sem mexíkóska heilbrigðisráðuneytið og bandaríska stofunin USDA stóðu fyrir í nóvember og desember á síðasta ári í öllum stórmörkuðum Mexíkó. Tilgangurinn var að auka neyslu mexíkóskra barna á ávöxtum og grænmeti og fór árangurinn framúr björtustu vonum, neysla á grænmeti og ávöxtum jókst um 29 prósent á þessu tímabili. Þá hefur ekki verið flutt inn jafnmikið af grænmeti og ávöxtum frá Bandaríkjunum í sjö ár samkvæmt síðustu tölum. Ekki var vanþörf á átaki sem þessu því samkvæmt nýjustu tölum eru mexíkósk börn þau feitustu í heimi og offita þar í landi meðal yngstu kynslóðarinnar orðið mikið heilsufarsvandamál. Og Magnús var hálfgerður senuþjófur á mikilli ráðstefnu sem fjallaði um Mexíkó og möguleika landsins. Eins og ítrekað hefur verið fjallað um í heimspressunni glímir landið við mikið eiturlyfjavandamál þar sem glæpaklíkur og eiturlyfjabarónar vaða uppi í helstu borgum og bæjum landsins. Meðal ræðumanna voru nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman og Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Þetta var alveg ógnarstór salur, sviðið hefur sennilega verið jafnstórt og Laugardalshöll," segir Magnús sem kom á svið á eftir Krugman. Svo óheppilega vildi til að nóbelsverðlaunahafanum varð fótaskortur á sviðinu og því brá Magnús á það ráð að ganga á höndum inn á svið. Og var kynntur með þeim orðum að hann myndi ekki detta. Þetta vakti eðlilega mikla kátínu meðal ráðstefnugesta, nema kannski hjá Colin Powell. „Hann fór á svið á eftir mér og sagðist eiga erfitt með að toppa þetta." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira