Skoðanakannanir og þjóðarvilji Þorkell Sigurlaugsson skrifar 27. júlí 2011 06:30 Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaðurþjóðarvilji er talsvert í umræð-unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóðkjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónarmið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niðurstöðuna eftir á að hyggja. Meirihluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upplýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. HvalfjarðargönginÁrið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlutlaus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar-ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitthvað væri að marka skoðanakönnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngubót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. ReykjavíkurflugvöllurÁrið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þessar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annaðhvort verður hann í Vatnsmýrinni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppilegt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmálum þarf að horfa áratugi fram í tímann. KárahnjúkavirkjunVel má vera að meirihluti landsmanna hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Viðhorfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirðinga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollarÓlíklegt er að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skatturinn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslufrekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneytis og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðlaHlutur fjölmiðla er umtalsverður þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðarandinn og ástandið í þjóðfélaginu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónulegu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytisverð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlutinn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Framkvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir valkostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaðurþjóðarvilji er talsvert í umræð-unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóðkjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónarmið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niðurstöðuna eftir á að hyggja. Meirihluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upplýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. HvalfjarðargönginÁrið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlutlaus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar-ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitthvað væri að marka skoðanakönnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngubót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. ReykjavíkurflugvöllurÁrið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þessar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annaðhvort verður hann í Vatnsmýrinni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppilegt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmálum þarf að horfa áratugi fram í tímann. KárahnjúkavirkjunVel má vera að meirihluti landsmanna hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Viðhorfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirðinga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollarÓlíklegt er að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skatturinn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslufrekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneytis og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðlaHlutur fjölmiðla er umtalsverður þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðarandinn og ástandið í þjóðfélaginu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónulegu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytisverð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlutinn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Framkvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir valkostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun