Nálgumst ástandið í Miðbaugs-Gíneu 30. janúar 2011 11:00 Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Mynd/GVA „Ég undrast mjög þetta tal ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta. Ég skil ekki hvað vakir fyrir þeim," segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Samtökin hafa gagnrýnt afskipti stjórnvalda af kaupum Magma Energy af HS Orku harðlega, og fullyrt að fyrirtækið hafi unnið algerlega samkvæmt íslenskum lögum. Rætt er við Vilmund í helgarblaði Fréttablaðsins m.a. um kjarasamninga, fiskveiðistjórnunarkerfið og kaup Magma Energy á hlut í HS Orku. „Við erum vestrænt ríki á 21. öldinni, og það er verið að tala um þjóðnýtingu á einkafyrirtæki sem hefur farið fullkomlega að lögum og á ekki auðlindina. Ég lýsi yfir mikilli vanþóknun á svona málflutningi, og maður veltir því fyrir sér hvort við séum farin að nálgast ástandið í Venesúela eða Miðbaugs-Gíneu," segir Vilmundur. Að hans mati getur ríkisstjórnin ekki talað svona á sama tíma og reynt er að reyna að fá fjárfesta til landsins. „Mér er tjáð að í dag sé farið að tala um að erlendar bankastofnanir krefjist aukaálags vegna óstöðugs pólitísks ástands hér á landi. Þetta hefur komið fram í viðtölum HS Orku við bankastofnanir. Það er eðlilegt að bankar fari að hugsa sinn gang ef það vofir yfir þjóðnýting á fyrirtækjum." Spurður hvort hann þekki einhver tiltekin dæmi um að erlendur aðili hafi hætt við að fjárfesta hér á landi vegna þessa máls segist Vilmundur ekki geta nefnt eitt ákveðið dæmi. „Við vitum af hinum og þessum sögum um að menn hafi sagt hingað og ekki lengra. En ég get ekki nefnt einhver ákveðin dæmi um það." Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
„Ég undrast mjög þetta tal ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta. Ég skil ekki hvað vakir fyrir þeim," segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Samtökin hafa gagnrýnt afskipti stjórnvalda af kaupum Magma Energy af HS Orku harðlega, og fullyrt að fyrirtækið hafi unnið algerlega samkvæmt íslenskum lögum. Rætt er við Vilmund í helgarblaði Fréttablaðsins m.a. um kjarasamninga, fiskveiðistjórnunarkerfið og kaup Magma Energy á hlut í HS Orku. „Við erum vestrænt ríki á 21. öldinni, og það er verið að tala um þjóðnýtingu á einkafyrirtæki sem hefur farið fullkomlega að lögum og á ekki auðlindina. Ég lýsi yfir mikilli vanþóknun á svona málflutningi, og maður veltir því fyrir sér hvort við séum farin að nálgast ástandið í Venesúela eða Miðbaugs-Gíneu," segir Vilmundur. Að hans mati getur ríkisstjórnin ekki talað svona á sama tíma og reynt er að reyna að fá fjárfesta til landsins. „Mér er tjáð að í dag sé farið að tala um að erlendar bankastofnanir krefjist aukaálags vegna óstöðugs pólitísks ástands hér á landi. Þetta hefur komið fram í viðtölum HS Orku við bankastofnanir. Það er eðlilegt að bankar fari að hugsa sinn gang ef það vofir yfir þjóðnýting á fyrirtækjum." Spurður hvort hann þekki einhver tiltekin dæmi um að erlendur aðili hafi hætt við að fjárfesta hér á landi vegna þessa máls segist Vilmundur ekki geta nefnt eitt ákveðið dæmi. „Við vitum af hinum og þessum sögum um að menn hafi sagt hingað og ekki lengra. En ég get ekki nefnt einhver ákveðin dæmi um það."
Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira