Seðlabankastjóri: Brýnt að eyða óvissunni 23. júní 2010 18:30 Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf