Seðlabankastjóri: Brýnt að eyða óvissunni 23. júní 2010 18:30 Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Sjá meira
Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Sjá meira