Viðskipti innlent

Björgólfur Thor vill ljúka skuldauppgjöri með sóma

Björgólfur Thor Björgólfsson segist vilja ljúka sínum skuldum með sóma.
Björgólfur Thor Björgólfsson segist vilja ljúka sínum skuldum með sóma.

Björgólfur Thor  Björgólfsson athafnamaður segist ætla að greiða öll sín lán að fullu í tilkynningu sem hann sendi frá sér en hann skuldar 128 milljarða að eigin sögn. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kom fram að Björgólfur skuldaði 170 milljarða.

Því skeikar um tæplega 42 milljarða.

Björgólfur baðst afsökunar í síðustu viku á sinni aðkomu að viðskiptalífinu og það sem betur hefði mátt fara. Í yfirlýsingu sinni sem hann sendi fjölmiðlum segist hann vilja ljúka skuldauppgjöri með sóma. Sjálfur segist hann hafa afhent lánardrottnum sínum ítarlegt yfirlit allra eigna í hans eigu.

Þá á hann í viðræðum við lánardrottna og stefnir ennfremur að því að gera upp allar sínar skuldir við íslenskar lánastofnanir sem og erlendar.

Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,45
7
86.377
ICEAIR
0,31
29
350.000
SIMINN
0,24
6
82.857
VIS
0
3
2.618

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,62
15
66.450
TM
-1,55
5
70.175
REGINN
-1,19
4
17.494
SKEL
-1,14
15
171.581
REITIR
-1,1
6
128.038