Lífið

Erlendir aðdáendur til Íslands

Hátt í tvö hundruð útlendingar fljúga til Íslands til að koma á tónleika Jónsa og hljómsveitar hans.
Hátt í tvö hundruð útlendingar fljúga til Íslands til að koma á tónleika Jónsa og hljómsveitar hans.
Alls munu 192 útlendingar frá 21 landi fljúga hingað til lands gagngert til að fylgjast með tónleikum Jónsa í Laugardalshöllinni 29. desember. Flestir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi, eða 98 talsins, 34 koma frá Frakklandi og Þýskalandi og tíu frá Japan. Aðrir aðdáendur Jónsa koma meðal annars frá Rússlandi, Ástralíu, Mexíkó og Ítalíu.

Miðað við ummæli aðdáenda hans á síðunni Jonsi.com er mikill spenningur fyrir tónleikunum. Þar segist einn Bandaríkjamaður ætla að koma hingað með átta vinum sínum og vonast hann til að hitta fleiri erlenda aðdáendur fyrir tónleikana. „Minn hópur ætlar að fljúga frá Texas, Oregon, Flórída og New York. Þetta verður í þriðja sinn sem ég kem til Íslands og í þriðja sinn sem ég sé Jónsa. Þar eru ekki talin með skiptin sem ég sá hann með Sigur Rós (í Austin tvisvar, Denver, New York, Vancouver og París). Við ætlum öll að kaupa skrítna dýrahatta til að vera með á tónleikunum,“ skrifar hann. Miðað við ummælin á síðunni er líklegt að aðdáendurnir verði með uppá­komu á tónleikunum, líkt og suðurkóreskir aðdáendur Jónsa gerðu er þeir tóku höndum saman og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu.

Tónleikarnir í Höllinni verða þeir síðustu á risastórri tónleikaferð Jónsa um heiminn. Lúðrakvintettinn Brassgat í bala, með Samúel J. Samúelsson í fararbroddi, hitar upp. Enn eru til miðar í stæði.

- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.