Frímerki með eldfjallaösku 21. júlí 2010 09:37 Íslandspóstur gefur út 3 frímerki á morgun í tilefni eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli fyrr á þessu ári. Frímerkin eru offsetprentuð á hefðbundinn hátt hjá hollensku frímerkjaprentsmiðjunni Joh. Enschedé en síðan silkiprentuð með mjög fínkorna trakíandesít ösku sem féll undir Eyjafjöllum 17. apríl 2010. Trakíandesít er bergkvika með 60% kísilinnihald sem kemur af 7 kílómetra dýpi og er rúmlega 1100°C heit þegar hún kemst í snertingu við jökulhettuna, segir í tilkynningu. Litið er á eldsumbrotin sem hófust í Eyjafjallajökli rétt fyrir miðnætti 20.mars 2010 sem eitt eldgos í tveimur aðskildum fösum. Í fyrri fasanum kom kvikan upp í Fimmvörðuhálsi. Gosið var tiltölulega lítið og samkvæmt jarðskjálftamælum virtist því ljúka 12. apríl. Um sólahring síðar, aðfararnótt 14. apríl, hófst gos að nýju og kom kvikan þá upp í suðvestanverðum toppgíg Eyjafjallajökuls. Þá um morguninn sáust miklir gosbólstrar sem teygðu sig 30 kílómetra í suður. Gosaskan dreifðist um alla Evrópu og olli gríðarlegum truflunum á flugumferð í nokkra daga, hinum mestu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Talið er að í síðari gosinu hafi komið upp um 250 milljón kúbikmetrar af ösku. Öskufall olli miklum búsifjum á Suðurlandi. Gripið var til víðtækra rýminga og hundruð fjölskyldna fluttar tímabundið frá þeim stöðum sem verst urði úti. Þann 21. maí minnkaði gosvirkni verulega og benti það til þess að gosið væri í rénum þótt ekki væri hægt að spá goslokum. Hönnuðir frímerkjanna eru Borgar Hjörleifur Árnason og Hany Hadaya hjá H2 hönnun. Ljósmyndir á frímerkjunum eru eftir Óskar Ragnarsson (ljósmynd frá Fimmvörðuhálsi) og Ragnar Th. Sigurðsson (Eyjafjallajökull 2 myndir) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Íslandspóstur gefur út 3 frímerki á morgun í tilefni eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli fyrr á þessu ári. Frímerkin eru offsetprentuð á hefðbundinn hátt hjá hollensku frímerkjaprentsmiðjunni Joh. Enschedé en síðan silkiprentuð með mjög fínkorna trakíandesít ösku sem féll undir Eyjafjöllum 17. apríl 2010. Trakíandesít er bergkvika með 60% kísilinnihald sem kemur af 7 kílómetra dýpi og er rúmlega 1100°C heit þegar hún kemst í snertingu við jökulhettuna, segir í tilkynningu. Litið er á eldsumbrotin sem hófust í Eyjafjallajökli rétt fyrir miðnætti 20.mars 2010 sem eitt eldgos í tveimur aðskildum fösum. Í fyrri fasanum kom kvikan upp í Fimmvörðuhálsi. Gosið var tiltölulega lítið og samkvæmt jarðskjálftamælum virtist því ljúka 12. apríl. Um sólahring síðar, aðfararnótt 14. apríl, hófst gos að nýju og kom kvikan þá upp í suðvestanverðum toppgíg Eyjafjallajökuls. Þá um morguninn sáust miklir gosbólstrar sem teygðu sig 30 kílómetra í suður. Gosaskan dreifðist um alla Evrópu og olli gríðarlegum truflunum á flugumferð í nokkra daga, hinum mestu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Talið er að í síðari gosinu hafi komið upp um 250 milljón kúbikmetrar af ösku. Öskufall olli miklum búsifjum á Suðurlandi. Gripið var til víðtækra rýminga og hundruð fjölskyldna fluttar tímabundið frá þeim stöðum sem verst urði úti. Þann 21. maí minnkaði gosvirkni verulega og benti það til þess að gosið væri í rénum þótt ekki væri hægt að spá goslokum. Hönnuðir frímerkjanna eru Borgar Hjörleifur Árnason og Hany Hadaya hjá H2 hönnun. Ljósmyndir á frímerkjunum eru eftir Óskar Ragnarsson (ljósmynd frá Fimmvörðuhálsi) og Ragnar Th. Sigurðsson (Eyjafjallajökull 2 myndir)
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira