Jón finnur smugu 27. ágúst 2010 07:45 Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar