200 ungir tónlistarmenn á götuna í júlí ef TÞM lokar 12. júní 2010 10:00 Danni segir að 140 milljónum hafi verið varið í uppbyggingu TÞM en 6 milljónir vantar til að geta starfað út árið. „Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít," segir Danni Pollock, forsprakki TÞM. Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir," segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum." Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tómstundir. Þá bendir hann á að hin Norðurlöndin verji háum fjárhæðum í starfsemi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta," segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið." Danni vill fá Reykjavík inn í reksturinn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin," segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráðnauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æskilegt að TÞM haldi lífi." Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
„Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít," segir Danni Pollock, forsprakki TÞM. Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir," segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum." Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tómstundir. Þá bendir hann á að hin Norðurlöndin verji háum fjárhæðum í starfsemi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta," segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið." Danni vill fá Reykjavík inn í reksturinn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin," segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráðnauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æskilegt að TÞM haldi lífi."
Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira