Innlent

Stofna samtök Evrópusinna

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson
Stofnfundur nýrra samtaka Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag. Samtökin bera nafnið Sjálfstæðir Evrópumenn.

Á meðal þeirra sem unnið hafa að stofnun samtakanna er Benedikt Jóhannesson ritstjóri. Hann segir að nokkrir tugir manna hafi komið að undirbúningsvinnunni. Meðal þeirra eru Jónas Haralz hagfræðingur, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður.

Benedikt segir að markmiðið með stofnun samtakanna sé að vekja upp jákvæða Evrópu­­umræðu innan Sjálfstæðis­flokksins. Benedikt telur ekki tímabært að upplýsa hvort fleiri sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Ragnheiður standi að baki samtökunum eða hvort varaformaðurinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé þar á meðal. „Hún veit hins vegar af þessu“, segir Benedikt. - shá
Þorsteinn Pálsson
Jónas Haralz


Ragnheiður Ríkharðsdóttir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×