Erum örugglega sammála 4. nóvember 2010 06:00 „Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg. Hvorug þeirra hefur mótað sér skoðun á því hvað mætti betur fara í stjórnarskránni, en telja að líklega sé fyrir bestu að fólk viti sem minnst þegar það mætir á fundinn. Fréttablaðið/valli Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira