Innlent

Sóley Tómasdóttir: Hversu fyndið er það þegar framtíð barnanna er í húfi

Sóley Tómasdóttir segir brandarann góðan. En spyr hversu góður hann verði þegar framtíð barnanna er í húfi.
Sóley Tómasdóttir segir brandarann góðan. En spyr hversu góður hann verði þegar framtíð barnanna er í húfi.

„Tiltrú almennings á stjórnmálum hefur farið minnkandi og það er náttúrulega fyrst og fremst hrunflokkunum um að kenna," segir Sóley Tómasdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Vinstri grænna en samkvæmt skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 birti, þá er grínframboðið Besti flokkurinn orðið að stærsta stjórnmálaafli Reykjavíkurborgar.

Þeir ná sex mönnum inn en næst á eftir þeim kemur Sjálfstæðisflokkurinn með fimm menn.

Það vekur hinsvegar athygli að Vinstri græn tapa mestu fylgi, eða um 6,7 prósent. Næst mest tapar Samfylkingin eða um fimm prósent.

„Við munum náttúrulega halda okkar dampi við að kynna okkar stefnumál sem hafa ekki breyst," segir Sóley en flokkurinn leggur þunga áherslu á nærþjónustu og veðlferðarkerfið í heild sinni.

„Besti flokkurinn er mjög góður brandari en ég veit ekki hversu fyndið það er, eða hversu langt við getum gengið með þann brandara, þegar framtíð barnanna okkar er í húfi," segir Sóley sem ítrekar að skoðanakönnunin undirstriki undarlega tíma eftir bankahrun.

En hún er vongóð þrátt fyrir talsvert fylgistap í þessari skoðannakönnun og bendir á að þó stutt sé í kosningar þá sé vika langur tími í stjórnmálum.

„Og við vonum það besta," segir Sóley.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×