Vægi stjórnarskrárinnar 1. apríl 2010 06:00 Loftur Jóhannsson skrifar um verkfallsréttinn Í nóvember árið 2001 hótaði Davíð Oddson forsætisráðhera að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkisstjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Oddsson hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flugumferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherrann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuðum verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mannréttindasáttmála (sjá álit umboðsmanns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi (lög nr. 62/1994) en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfstengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 (mál nr. 167/2002) er verkfallsréttur ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Umboðsmaður bendir einnig á að Íslendingar hafi undirgengist skuldbindingar samkvæmt fleiri alþjóðasáttmálum sem fjalla um verkfallsréttinn, s.s. félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þá hafa margar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verið túlkaðar þannig að þær feli í sér vernd verkfallsréttarins og að hann sé grundvallarréttur launafólks og lögleg aðferð til að verja fjárhagslega og félagslega hagsmuni þess. Bann við verkföllum geti því einungis samrýmst ofangreindum samþykktum þar sem truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum sem grundvallarlög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunarréttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslenskum sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórnarskrárinnar gagvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Madison" en í niðurstöðu dómsins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): Stjórnarskráin er annað hvort æðst laga og verður ekki breytt með venjulegri lagasetningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hvenær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetning sem brýtur í bága við stjórnarskránna ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólksins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið. Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna til stjórnarskrárvarinna mannréttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, samanber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar" sagði Steingrímur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það" sagði Össur Skarphéðinsson. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sátu hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttarfélögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður staðreynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Loftur Jóhannsson skrifar um verkfallsréttinn Í nóvember árið 2001 hótaði Davíð Oddson forsætisráðhera að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkisstjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Oddsson hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flugumferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherrann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuðum verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mannréttindasáttmála (sjá álit umboðsmanns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi (lög nr. 62/1994) en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfstengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 (mál nr. 167/2002) er verkfallsréttur ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Umboðsmaður bendir einnig á að Íslendingar hafi undirgengist skuldbindingar samkvæmt fleiri alþjóðasáttmálum sem fjalla um verkfallsréttinn, s.s. félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þá hafa margar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verið túlkaðar þannig að þær feli í sér vernd verkfallsréttarins og að hann sé grundvallarréttur launafólks og lögleg aðferð til að verja fjárhagslega og félagslega hagsmuni þess. Bann við verkföllum geti því einungis samrýmst ofangreindum samþykktum þar sem truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum sem grundvallarlög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunarréttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslenskum sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórnarskrárinnar gagvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Madison" en í niðurstöðu dómsins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): Stjórnarskráin er annað hvort æðst laga og verður ekki breytt með venjulegri lagasetningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hvenær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetning sem brýtur í bága við stjórnarskránna ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólksins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið. Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna til stjórnarskrárvarinna mannréttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, samanber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar" sagði Steingrímur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það" sagði Össur Skarphéðinsson. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sátu hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttarfélögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður staðreynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar