Vill áhrif í ríkisstjórninni 11. mars 2010 06:45 Ögmundur Jónasson. Mynd/ Vilhelm. Ögmundur Jónasson vill að áhrifa hans gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og getur hugsað sér að taka sæti í stjórninni. Ekkert sé ákveðið hvort það gerist eða hvaða sæti hann taki, en hann hafi verið sáttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann segir mikið hafa áunnist varðandi Icesave og hann bíði ekki endalaust eftir samstöðu á þingi um málið. Því hefur verið slegið föstu, meðal annars á síðum Fréttablaðsins, að Ögmundur Jónasson sé á leið í ríkisstjórnina á ný. Hann sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í september vegna óánægju með höndlan stjórnarinnar á Icesave. Það mál er komið í annan farveg núna og Ögmundur segist hafa hug á að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Það hefur náttúrulega alltaf legið á borðinu, allar götur frá því ég sagði af mér embætti heilbrigðisráðherra, að ég taldi mig knúinn til að ganga úr ríkisstjórninni. Það var ekki vegna þess að ég væri þess sérstaklega fýsandi að ganga þar út. Það hefur engin breyting orðið á þeim efnum. Ég vil að áhrifa minna og sjónarmiða gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og þar situr allt við hið sama. Því er ekki að leyna að innan VG hafa margir verið þessa hvetjandi lengi, en deilumálin sem tengjast Icesave hafa sett þarna strik í reikninginn. Sáttur í heilbrigðisráðuneytinuÖgmundur segir málið þó ekki komið á það stig að beint hafi verið rætt við hann. Hann viti þó að rætt hafi verið um uppstokkun í stjórnarráðinu. „Það hefur ekki verið rætt beint við mig, en mér er kunnugt um að það eru talsverðar hræringar í loftinu. Ég hef heyrt að fyrir hendi sé áhugi á að stokka eitthvað upp í stjórnarráðinu, en hvernig það verður gert er óljóst og það hefur ekki verið sest yfir það með mér."En ertu tilbúinn til að taka sæti í ríkisstjórn á ný? „Ég hef verið þeirrar skoðunar allar götur frá því ég sagði af mér. Ég gekk ekki brosandi úr stjórnarráðinu, ég sá mig knúinn til að gera það."Í hvaða ráðuneyti vildirðu helst fara? „Ég tel það ekki málum sérstaklega til framdráttar að vera með stífar yfirlýsingar um það í fjölmiðlum, en ég var bærilega sáttur í heilbrigðisráðuneytinu."Icesave þokast vel áframÖgmundur segir mikinn ávinning hafa unnist í Icesave-málinu og þar hafi samstaðan verið sterkasta vopn Íslendinga. Hann hefur þó áhyggjur af því að stjórnarandstaðan sé að hverfa af þeirri braut, en vonar að svo sé ekki.„Ég neita því ekki að í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar gætti þess að fulltrúar stjórnarandstöðunnar vildu snúa þessu í þrönga flokkapólitík og húrra niður í gömlu hjólförin. Þegar sagt var að endurskoða þyrfti öll samningsmarkmið Íslands og um leið var sagt að ríkisstjórnin yrði að segja af sér, þá var augljóst að menn voru að tengja þetta tvennt; Icesave og líf ríkisstjórnarinnar. Það er einmitt þetta sem hefur verið þungamiðjan í mínum málflutningi, að krefjast aðskilnaðar þar á milli. Ef stjórnarandstaðan ætlar að fara í þennan ham þá er hún að stórskaða málstað Íslands og bregðast skyldum sínum gagnvart þjóðinni. Í mínum huga er það alveg augljóst að þverpólitísk aðkoma að málinu er til þess eins fallin að styrkja okkar samningsstöðu." Ögmundur segist bera fullt traust til samninganefndarinnar og það hafi allir flokkar á Alþingi gert. Meta verði afurðina sem komi frá nefndinni. „Þetta þóf allt hefur fært okkur gríðarlegan ávinning talinn í tugum milljarða og menn skildu varast að tala um slíkt af nokkurri léttúð. Einn milljarður er þegar allt kemur til alls eitt þúsund milljónir."Misnota ekki samstöðuÖgmundur telur mun bjartara yfir Icesave-málum en áður og að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið mjög mikilvæg. Samninganefndin hafi byr í seglin í kjölfar hennar. En ef brestir eru að komast í samstöðuna, er hann þá tilbúinn til að afgreiða málið án aðkomu stjórnarandstöðunnar? „Samstaða er tæki til að ná árangri. Hún er ekki bara takmark í sjálfu sér. Ef þetta tæki er misnotað í þröngum flokkspólitískum tilgangi - og þá gegn sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar - þá er ég að sjálfsögðu ekki með í slíku ráðbruggi, nema síður sé. En ég ætla að gefa mér að okkur auðnist öllum að rísa yfir þrengstu og smæstu hagsmuni og ég ætla að gefa mér að við verðum samferða í þessu til enda, allir stjórnmálaflokkar á Íslandi." Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson vill að áhrifa hans gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og getur hugsað sér að taka sæti í stjórninni. Ekkert sé ákveðið hvort það gerist eða hvaða sæti hann taki, en hann hafi verið sáttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann segir mikið hafa áunnist varðandi Icesave og hann bíði ekki endalaust eftir samstöðu á þingi um málið. Því hefur verið slegið föstu, meðal annars á síðum Fréttablaðsins, að Ögmundur Jónasson sé á leið í ríkisstjórnina á ný. Hann sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í september vegna óánægju með höndlan stjórnarinnar á Icesave. Það mál er komið í annan farveg núna og Ögmundur segist hafa hug á að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Það hefur náttúrulega alltaf legið á borðinu, allar götur frá því ég sagði af mér embætti heilbrigðisráðherra, að ég taldi mig knúinn til að ganga úr ríkisstjórninni. Það var ekki vegna þess að ég væri þess sérstaklega fýsandi að ganga þar út. Það hefur engin breyting orðið á þeim efnum. Ég vil að áhrifa minna og sjónarmiða gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og þar situr allt við hið sama. Því er ekki að leyna að innan VG hafa margir verið þessa hvetjandi lengi, en deilumálin sem tengjast Icesave hafa sett þarna strik í reikninginn. Sáttur í heilbrigðisráðuneytinuÖgmundur segir málið þó ekki komið á það stig að beint hafi verið rætt við hann. Hann viti þó að rætt hafi verið um uppstokkun í stjórnarráðinu. „Það hefur ekki verið rætt beint við mig, en mér er kunnugt um að það eru talsverðar hræringar í loftinu. Ég hef heyrt að fyrir hendi sé áhugi á að stokka eitthvað upp í stjórnarráðinu, en hvernig það verður gert er óljóst og það hefur ekki verið sest yfir það með mér."En ertu tilbúinn til að taka sæti í ríkisstjórn á ný? „Ég hef verið þeirrar skoðunar allar götur frá því ég sagði af mér. Ég gekk ekki brosandi úr stjórnarráðinu, ég sá mig knúinn til að gera það."Í hvaða ráðuneyti vildirðu helst fara? „Ég tel það ekki málum sérstaklega til framdráttar að vera með stífar yfirlýsingar um það í fjölmiðlum, en ég var bærilega sáttur í heilbrigðisráðuneytinu."Icesave þokast vel áframÖgmundur segir mikinn ávinning hafa unnist í Icesave-málinu og þar hafi samstaðan verið sterkasta vopn Íslendinga. Hann hefur þó áhyggjur af því að stjórnarandstaðan sé að hverfa af þeirri braut, en vonar að svo sé ekki.„Ég neita því ekki að í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar gætti þess að fulltrúar stjórnarandstöðunnar vildu snúa þessu í þrönga flokkapólitík og húrra niður í gömlu hjólförin. Þegar sagt var að endurskoða þyrfti öll samningsmarkmið Íslands og um leið var sagt að ríkisstjórnin yrði að segja af sér, þá var augljóst að menn voru að tengja þetta tvennt; Icesave og líf ríkisstjórnarinnar. Það er einmitt þetta sem hefur verið þungamiðjan í mínum málflutningi, að krefjast aðskilnaðar þar á milli. Ef stjórnarandstaðan ætlar að fara í þennan ham þá er hún að stórskaða málstað Íslands og bregðast skyldum sínum gagnvart þjóðinni. Í mínum huga er það alveg augljóst að þverpólitísk aðkoma að málinu er til þess eins fallin að styrkja okkar samningsstöðu." Ögmundur segist bera fullt traust til samninganefndarinnar og það hafi allir flokkar á Alþingi gert. Meta verði afurðina sem komi frá nefndinni. „Þetta þóf allt hefur fært okkur gríðarlegan ávinning talinn í tugum milljarða og menn skildu varast að tala um slíkt af nokkurri léttúð. Einn milljarður er þegar allt kemur til alls eitt þúsund milljónir."Misnota ekki samstöðuÖgmundur telur mun bjartara yfir Icesave-málum en áður og að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið mjög mikilvæg. Samninganefndin hafi byr í seglin í kjölfar hennar. En ef brestir eru að komast í samstöðuna, er hann þá tilbúinn til að afgreiða málið án aðkomu stjórnarandstöðunnar? „Samstaða er tæki til að ná árangri. Hún er ekki bara takmark í sjálfu sér. Ef þetta tæki er misnotað í þröngum flokkspólitískum tilgangi - og þá gegn sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar - þá er ég að sjálfsögðu ekki með í slíku ráðbruggi, nema síður sé. En ég ætla að gefa mér að okkur auðnist öllum að rísa yfir þrengstu og smæstu hagsmuni og ég ætla að gefa mér að við verðum samferða í þessu til enda, allir stjórnmálaflokkar á Íslandi."
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira