LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST NÝJAST 23:58

Líta á ferđ bílalestar sem innrás í Úkraínu

FRÉTTIR

Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar

Skođun
kl 11:57, 09. apríl 2010
Arnţór Garđarsson.
Arnţór Garđarsson.

Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra.

Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands.

Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar.

Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum.

Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki.

Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar?

Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína.

Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs:

1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna.

2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar.

3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar.

Reykjavík 8. apríl 2010.
Arnþór Garðarsson
prófessor emeritusDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 22. ágú. 2014 07:00

Međ hugann viđ hćtturnar

Bárđarbunga, eitt öflugasta og hćttulegasta eldfjall Íslands, hefur látiđ á sér krćla ađ undanförnu og átt sviđiđ í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eđa nálćgt ţví gćti framkallađ gífurlegar hamfarir,... Meira
Skođun 22. ágú. 2014 14:45

Jafnrétti og réttlćti á vinnumarkađi Norđurlanda og Evrópu

Sameiginlegur norrćnn vinnumarkađur hefur í 60 ár reynst afar vel og hefur gefiđ hundruđum ţúsunda Norđurlandabúa tćkifćri til ađ sćkja erlendis. Meira
Skođun 22. ágú. 2014 07:00

Hvađ viljum viđ?

Hvenćr ćtla stjórnvöld ađ staldra viđ og rćđa fjármál ţjóđarinnar af ábyrgđ? Áratugum saman hefur ríkissjóđur veriđ rekinn međ halla, en nú er mál ađ linni. Meira
Skođun 22. ágú. 2014 07:00

Líklega besta vínbúđ í heimi

Auglýsing frá ÁTVR: Ung kona missir ökuskírteiniđ ofan í blandara ţegar hún er ađ búa til boozt. Atburđarásin er summeruđ upp međ ummćlunum: "Vissir ţú ađ 4,2% allra skilríkja eyđileggjast í blandara?... Meira
Skođun 22. ágú. 2014 07:00

Hvernig auka má sölu á rafbílum

Ljóst er ađ aukinn innflutningur er á rafmagnsbílum, og ađ allir séu sammála um jákvćđa ţćtti ţess ađ nota innlenda ódýra orku til ađ komast milli stađa. Meira
Skođun 22. ágú. 2014 07:00

Menningarnótt – einnar nćtur gaman?

Menningarnótt, sem reyndar fer ekki minna fram ađ degi til, er haldin á morgun. Ţetta er fjölsóttasta menningarhátíđ landsins og hefur veriđ ţađ lengi. Ţađ er beđiđ eftir Menningarnótt međ eftirvćntin... Meira
Skođun 21. ágú. 2014 07:00

Busarnir bođnir velkomnir

Eftir nokkra daga byrja ţúsundir ólögráđa unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera vćntanlega ráđ fyrir ađ vel verđi tekiđ á móti ţeim, enda geta margir veriđ dálítiđ litlir í sér ţót... Meira
Skođun 21. ágú. 2014 07:00

Afkoma ríkissjóđs batnađ jafnt og ţétt

Fyrirsögn ţessa greinarkorns er fengin ađ láni af vef Viđskiptablađsins á dögunum, en ţar er vitnađ í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Meira
Skođun 21. ágú. 2014 07:00

Ákvörđunartökufćlni

Kćra peningastefnunefnd. Ákvörđun ykkar í dag [í gćr], 20. ágúst, um ađ halda mjög háum vöxtum bankans áfram óbreyttum, 13. skiptiđ í röđ, eđa frá ţví í nóvember 2012 (en ţá hćkkuđu ţiđ vextina um 0,2... Meira
Skođun 20. ágú. 2014 07:00

Kynţáttaspenna međ djúpar rćtur

Sum djúpstćđustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburđar sem átti sér stađ fyrr í mánuđinum ţegar lögreglumađur banađi ţeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, ú... Meira
Skođun 20. ágú. 2014 11:14

Engin ríkisábyrgđ á innistćđum

Frosti Sigurjónsson, formađur efnahags- og viđskiptanefndar Alţingis, setti fram athyglisverđa hugmynd í fréttum Stöđvar 2 í síđustu viku um ađ hafna frumvarpi um innistćđutryggingar sem er í smíđum í... Meira
Skođun 20. ágú. 2014 09:00

Bjór og Gullćđi

Kćri Andri Ţór. Fréttir berast af hótun ţinni um málsókn á hendur frćndum okkar Fćreyingum. Ađ vísu er haft eftir ţér ađ ţú viljir bara leita friđsamlegra leiđa til sátta viđ fćreysku ölgerđina Föroya... Meira
Skođun 20. ágú. 2014 08:22

Stjórnarhćttir fyrirtćkja

Efnahagshruniđ hefur ýtt undir ţá kröfu ađ fyrirtćki ástundi góđa stjórnarhćtti (e. corporate governance). Gefnar hafa veriđ út leiđbeiningar um stjórnarhćtti fyrirtćkja á vegum Viđskiptaráđs Íslands,... Meira
Skođun 20. ágú. 2014 07:00

Hagsmunamat hins opinbera

Ţađ er hagur sjávarútvegsfyrirtćkja ađ fariđ sé vel međ auđlindir sjávar, ađ gengiđ sé um ţćr af virđingu og ţćr nýttar međ hagkvćmum og umhverfisvćnum hćtti. Meira
Skođun 20. ágú. 2014 07:00

Reynslan er ólygnust

Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er ţokkalegt og ýmsar framkvćmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virđast nálgast jafnvćgi. Ađ mörgu leyti má segja ađ hruniđ sé ađ... Meira
Skođun 20. ágú. 2014 07:00

Af svínum međ fjórar síđur

Ţađ er ástćđa til ađ ţakka Ţórólfi Matthíassyni fyrir ađ halda umrćđu um landbúnađ á Íslandi lifandi og áhugaverđri og ekki skemmir fyrir ađ Ţórólfur á ţađ til ađ vera mikill húmoristi. Meira
Skođun 19. ágú. 2014 07:00

Ekki ein ríkisleiđ ađ styttra námi

Framhaldsskólar landsins búa sig međ ýmsum hćtti undir áform um ađ nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablađinu í gćr. Meira
Skođun 19. ágú. 2014 09:15

Ertu ţá farin? Farin frá mér?

Undanfarnar vikur hafa ţrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafiđ nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú ţriđja og síđasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Meira
Skođun 19. ágú. 2014 09:00

Aukin framleiđni, meiri hamingja, minna stress

Hver kannast ekki viđ ţađ ađ vinna ađeins fram eftir, vera of seinn til dćmis ađ sćkja börnin í skóla eđa leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Meira
Skođun 19. ágú. 2014 07:00

Bćndamálastjórar, ekki meir

Bćndasamtökin, međ dyggum stuđningi ríkisvaldsins, stjórna framleiđslu landbúnađarafurđa á Íslandi. Inntak ţessarar stefnu er í grófum dráttum ađ kúa- og kindabćndur eru hvattir til ađ framleiđa mjólk... Meira
Skođun 19. ágú. 2014 07:00

Hver á landiđ mitt Ísland?

Undanfarin misseri hefur deilan um landareign og međferđ ţess lands blossađ upp og er mjög hávćr um ţessar mundir ţar sem "eigendur“ lands vilja ráđskast međ landiđ eftir eigin höfđi og telja si... Meira
Skođun 19. ágú. 2014 07:00

Norrćnt samstarf um jafnrétti kynjanna í 40 ár

Áriđ 1974 hófst formlegt samstarf á sviđi jafnréttismála á vettvangi Norrćnu ráđherranefndarinnar. Ákvörđun ţessi hefur án efa átt sinn ţátt í ađ kynjajafnrétti mćlist hvergi meira en á Norđurlöndunum... Meira
Skođun 19. ágú. 2014 07:00

Árinni kennir illur rćđari

Nú er ţađ svo ađ ţeir sem setja fjárlög sem stofnanir ríkisins eiga ađ fara eftir eru ađrir en ţeir sem framfylgja ákvörđuninni. Meira
Skođun 18. ágú. 2014 12:00

Óhefđbundin međferđ viđ Alzheimers heilabilun

Einn erfiđasti sjúkdómur samtímans er Alzheimers heilabilun sem rćnir fólk minni og minningum og getu til ađ sinna nauđsynlegum ţörfum. Meira
Skođun 18. ágú. 2014 07:00

Aulahrollur mennskunnar

Hugsiđ ykkur ef ríkisútvarpiđ markađi ţá stefnu ađ sjálfsagt vćri ađ fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og međ 1. september yrđi frekari ástarjátningum ekki útvarpađ. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar
Fara efst