FIMMTUDAGUR 24. APRÍL NÝJAST 12:30

Sumarveisla FM Belfast

LÍFIĐ

Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar

Skođun
kl 11:57, 09. apríl 2010
Arnţór Garđarsson.
Arnţór Garđarsson.

Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra.

Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands.

Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar.

Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum.

Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki.

Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar?

Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína.

Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs:

1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna.

2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar.

3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar.

Reykjavík 8. apríl 2010.
Arnþór Garðarsson
prófessor emeritusAthugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 24. apr. 2014 07:00

Lýsing á Lýsingu

Ţór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablađiđ ţann 15. apríl sl. ţar sem hann fjallar um blađagrein sem ég ritađi í sama blađ ţann 4. sama mánađar. Meira
Skođun 24. apr. 2014 07:00

Sjálftöku landeigenda verđur ađ stöđva

Ţađ var fróđlegt ađ hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, ţar sem hann reynir ađ réttlćta sína ólögmćtu gjaldtöku viđ Keriđ fyrir Ögmundi Jónassyni. Ţar vísar Óskar í 28. grein laga um skipa... Meira
Skođun 24. apr. 2014 07:00

Leikskólakennaranám – Öruggt framtíđarstarf

Leikskólastigiđ er fyrsta skólastigiđ í skólakerfinu. Ţar fer fram nám sem m.a. leggur grunn ađ námi á öđrum skólastigum. Auknar kröfur eru nú gerđar til leikskólakennara og fer kennslan fram viđ Meira
Skođun 24. apr. 2014 07:00

Gleđilegt sumar

Í dag fögnum viđ fyrsta degi sumars. Ţótt íslenska veđriđ gefi ekki alltaf til kynna upphaf ţess tíma látum viđ Íslendingar ţađ lítiđ á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem ţađ blćs, rignir eđa snj... Meira
Skođun 23. apr. 2014 06:30

Skýrir kostir

Stundum er sagt ađ kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viđfangsefni sveitarstjórnanna séu ađallega praktísks eđlis og lítill hugmyndafrćđilegur ágreiningur um ţau milli flok... Meira
Skođun 23. apr. 2014 13:18

Mikilvćgi tómstunda

Skipulagt tómstundastarf er ađ mínu mati ein af bestu forvörnum sem völ er á og hvet ég alla foreldra ađ íhuga mikilvćgi ţess ţegar kemur ađ velferđ barna og unglinga. Meira
Skođun 23. apr. 2014 12:58

Bílaeign landsmanna

Sennilega er bćđi bílaeign landsmanna og međalaldur fólksbílaflotans ofmetinn. Meira
Skođun 23. apr. 2014 11:00

Afnám skuldafangelsis

Í árslok 2010 setti Alţingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldţrotaskipta í tvö ár og ađ krafan yrđi ađ jafnađi ekki endurvakin eftir ţađ. Áđur endurnýjađist fyrningarfrestur kröfunn... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Allt í plasti

Hver íbúi í Evrópusambandinu notar ađ međaltali 198 plastpoka árlega (m.v. 2010). Ţađ eru nćr 100 milljarđar samtals, ţar af fara 8 milljarđar út í umhverfiđ. Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Vegna ţingsályktunartillögu um mćnuskađa

Nú bíđur afgreiđslu Alţingis ţingsályktunartillaga um ađgerđir í ţágu lćkninga á mćnuskađa. Tillagan var borin fram af Guđlaugi Ţór Ţórđarsyni alţingismanni og var studd af tuttugu öđrum ţingmönnum. Í... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Ţróunin verđur ekki umflúin

Ţađ blasti heldur undarlegur pistill viđ mér í leiđara Fréttablađsins 16. apríl sl., skrifađur af Ólafi Ţ. Stephensen. Leiđarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfćrslum til stuđnings yfirlýs... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Hugsa fyrst, skemma svo?

Nú stendur til ađ leggja sćstreng ţvert gegnum hrygningarstöđvar helstu nytjafiska okkar Íslendinga. Línan mun hafa afgerandi áhrif á umhverfiđ ţá áratugi sem hún er á botninum. Segulsviđ raflínunnar ... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Nokkurra orđa breyting varđ ađ stórum mistökum

Ţann 10. apríl síđastliđinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi ţegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóđanna lauk störfum. Nćst ţegar Alţingi gefur út ţingsályktun um ađ setja á fót rannsóknarne... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Hagur barns er hagur samfélagsins

Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu ţögnina og sögđu frá einelti kennara ţurfa nú ađ sćta ofsóknum frá bćjarbúum. Meira
Skođun 22. apr. 2014 12:15

Opiđ bréf til afskiptalausra feđra

Kćru afskiptalausu feđur, verandi eđa verđandi. Ţetta bréf er til ykkar. Frá móđur sem í ţrjú ár hefur reynt ađ setja sig í ykkar spor. Meira
Skođun 22. apr. 2014 12:07

Nokkur orđ um Passíusálmana

Í ár eru 400 ár liđin frá fćđingu sr. Hallgríms Péturssonar og mjög ánćgjulegt ađ fylgjast međ ţví hvađ margir finna sig knúna til ađ minnast ţess međ viđeigandi hćtti. Meira
Skođun 22. apr. 2014 12:02

Fylkjaskiptur veruleiki?

Af hverju tökum viđ kjósendur ţátt í fylkjaskiptu stríđi stjórnmálanna í stađ ţess ađ krefjast ţess ađ fá ađ kjósa fólk sem viđ treystum til áhrifa? Meira
Skođun 22. apr. 2014 11:57

Hvort er meira virđi aurarnir ţínir eđa barniđ ţitt?

"Kennarar vinna frábćrt starf á öllum skólastigum um allt land. Ég fyllist stolti ţegar ég fer inn í skóla í heimsóknir og skođa verkefni nemendanna.“ Meira
Skođun 22. apr. 2014 11:49

Betri ţjónusta í dásamlegri Reykjavik

Til ţess ađ tryggja hér í borginni hvađ fjölbreyttast og lifandi mannlíf ţarf ađ tryggja hér ađ sú ţjónusta sem borgin veiti verđi hvađ notendavćnust. Meira
Skođun 22. apr. 2014 11:42

Ár Tussunnar

Ef nýja skilgreiningin á "hálfvita“ og "tussu“ sé "sá sem opnar munninn ţegar brotiđ er á öđrum,“ vona ég innilega ađ áriđ 2014 sé ár tussunnar. Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Ţriđjungur frestar lćknisheimsóknum – 1. maí 2014

Verkalýđshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tćkifćra. Viđ viljum samfélag ţar sem öryggisnet velferđarkerfisins grípur okkur ţegar áföll verđa.... Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Ađ sigra tindinn

Á föstudaginn langa féll snjóflóđ í vesturhlíđum Everest međ ţeim afleiđingum ađ sextán fjallaleiđsögumenn, allt sjerpar, létust. Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Borgardagur jarđar

Haldiđ hefur veriđ upp á Dag Jarđar síđan 1970 ţegar vitund almennings um mikilvćgi umhverfismála var ađ vakna. Jarđardeginum, 22. apríl, er ćtlađ ađ efla ţessa vitund.... Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Mállausi sjúklingurinn

Sem lćknir verđur mađur öllu jöfnu ađ reiđa sig á ţađ ađ sjúklingurinn segi manni hvađ ţađ er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru.... Meira
Skođun 19. apr. 2014 07:00

Tvćr milljón áminningar um upprisu

Áćtlađ er ađ Íslendingar borđi um tvćr milljónir páskaeggja núna um hátíđina. Ţađ eru hátt í sex egg á mann; sum eru ţegar horfin ofan í okkur en ţeirra veglegustu verđur margra leitađ í fyrramáliđ, ţ... Meira

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar
Fara efst