FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 09:47

Gordíonshnútur Gaza-svćđisins

SKOĐANIR

Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar

Skođun
kl 11:57, 09. apríl 2010
Arnţór Garđarsson.
Arnţór Garđarsson.

Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra.

Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands.

Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar.

Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum.

Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki.

Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar?

Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína.

Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs:

1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna.

2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar.

3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar.

Reykjavík 8. apríl 2010.
Arnþór Garðarsson
prófessor emeritusAthugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 24. júl. 2014 09:47

Gordíonshnútur Gaza-svćđisins

Nú standa yfir miklar deilur milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Deilan um Palestínu hefur veriđ heimsfriđnum hćttulegri en flest önnur deilumál síđustu áratuga. Meira
Skođun 24. júl. 2014 07:00

Fiskistofa – formiđ – og flutningurinn

Atlaga var gerđ ađ lífsafkomu starfsmanna Fiskistofu og fjölskyldna ţeirra međ skyndilegri og óvćntri ákvörđun sjávarútvegsráđherra um ađ flytja Fiskistofu frá Hafnarfirđi til Akureyrar. Meira
Skođun 24. júl. 2014 07:00

Finnafjörđur í stál og steypu – fyrir hvern?

Mikil tćkifćri fyrir Ísland vegna siglinga á norđurslóđum í framtíđinni var inntak greinar í Fréttablađinu ţann 11. nóvember 2013, ţar sem rćtt var viđ Hafstein Helgason byggingaverkfrćđing. Ţýska fyr... Meira
Skođun 24. júl. 2014 07:00

Bútateppiđ

Hver einstaklingur er einstakur og fólkiđ sem vill búa á Íslandi kemur alls stađar ađ úr heiminum. Einstaklingar međ ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögđ og hugmyndir. En ţetta fólk á ţađ sameiginle... Meira
Skođun 23. júl. 2014 07:00

Fyrirgefning í stađ hefndar

Óhugnanlegri atburđir eiga sér nú stađ fyrir botni Miđjarđarhafs en orđ fá lýst. Mörg hundruđ óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, ţar á međal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakann... Meira
Skođun 23. júl. 2014 07:00

Mistćk menntun

Menntun kennara á Íslandi er ábótavant. Ţađ skýrir ađ einhverju leyti dapurlega niđurstöđu í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráđuneytiđ um stćrđfrćđikennslu. Meira
Skođun 23. júl. 2014 07:00

Bćndur stuđla ađ lágu matvöruverđi

Rétt er ađ vekja athygli á niđurstöđu nýrrar könnunar Eurostat um matvćlaverđ í Evrópu. Hún er ađ Íslendingar njóta lćgsta matvöruverđsins á Norđurlöndunum og hefur ţađ lćkkađ nokkuđ hin síđustu ár. Meira
Skođun 22. júl. 2014 15:33

Rafmynt er ekki ólögleg á Íslandi

"Viđ erum heppin ađ búa á Íslandi. Viđ lifum í samfélagi ţar sem allt sem er ekki bannađ er leyft.“ Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Hvernig aukum viđ nautakjöts- framleiđsluna?

Undanfarnar vikur hefur talsvert veriđ rćtt um málefni nautakjötsframleiđslunnar og hvernig eigi ađ mćta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í ţessari umrćđu hefur sitthvađ veriđ málu... Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Fullveldisframsal án fyrirsvars

Íslensk stjórnvöld skipuđu nýveriđ nefndir og hópa til ađ bćta "snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráđherrar og embćttismenn geti beđiđ ESB, óformlega og vinsamlegast, ađ ţróa ekki löggjöf sem gć... Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Ţróun í ferđaţjónustu

Ísland er taliđ vera spennandi ferđaland og ţađ međ réttu. Landslag og sérstök náttúra heillar gestina. Ég hef heimsótt ţetta land í 30 ár. Ađ vísu er flest frekar dýrara hér samanboriđ viđ verđlag í ... Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Ógnin fyrr og síđar

Váleg tíđindi, eins og var međ farţegaţotu grandađ yfir Úkraínu, gera ekki bođ á undan sér. Hiđ sama getur átt viđ um hin góđu. Meira
Skođun 22. júl. 2014 07:00

Hvert eiga Gasabúar ađ flýja?

Undanfariđ hefur oft heyrst ađ Ísraelsher vari Gasabúa viđ áđur en sprengt er og hvetji ţá til ađ flýja. En hvert eiga ţeir ađ flýja? Meira
Skođun 21. júl. 2014 10:16

Hvađ sagđi Juncker?

Er ţađ ekki svolítiđ sérkennilegt ađ svo mikil umrćđa sem raun ber vitni verđi um hvađ Juncker, nýr forseti framkvćmdastjórnar ESB, sagđi í rćđu sinni í vikunni sem leiđ? Biđ fólk ađ athuga ađ ég segi... Meira
Skođun 21. júl. 2014 10:16

Enn ekki búiđ ađ slátra Íbúđalánasjóđi

Enn er ekki búiđ ađ sálga Íbúđalánasjóđi ţrátt fyrir fagnađarlćti suđur í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóđnum. Meira
Skođun 19. júl. 2014 07:00

Rússar ráđa framhaldinu

Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, ţegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gćti orđiđ vendipunktur í átökunum í landinu. Ţađ hlýtur raunar ađ vera krafa umheimsins ađ nú verđi tekiđ í taumana og ófri... Meira
Skođun 18. júl. 2014 06:00

Óskynsamlegt ađ skella í lás

Ummćli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins, um ađ ekki verđi tekin inn ný ađildarríki nćstu fimm árin, eru nú túlkuđ út og suđur í íslenzkri stjórnmálaumrćđu. Meira
Skođun 18. júl. 2014 10:17

Í minningu um Sigga Hallvarđs

Ţegar ég var polli ţá hafđi ég tvö áhugamál: Bćkur og fótbolta. Ţetta áhugamál sameinađist oft í ritröđinni Íslensk knattspyrna. Jafnan staldrađi ég viđ eitt nafn sem vakti áhuga minn: Sigurđur H. Hal... Meira
Skođun 18. júl. 2014 07:00

Hagar gegn Costco –Er jafnt gefiđ?

Umsókn Costco um ađ opna verslun hér á landi hlýtur ađ valda innlendum framleiđendum og verslunum áhyggjum. Áhugi ţeirra á Íslandi er sérstakur, ţar sem ţeir hafa einungis starfsemi í tveimur löndum í... Meira
Skođun 18. júl. 2014 07:00

Bókasöfn án bóka

Samtök forstöđumanna almenningsbókasafna taka undir mótmćli rithöfunda viđ mikilli kjaraskerđingu ţeirra, en í fjárlögum ţessa árs er helmings niđurskurđur á fjárframlögum í Bókmenntasjóđ. Meira
Skođun 18. júl. 2014 07:00

Óhefđbundin međferđ viđ krabbameinum

Í ţýska tímaritinu Focus birtist nýlega (júní 2014) athyglisverđ grein um ýmis ný međferđarúrrćđi viđ krabbameinum sem vćru í ţróun og lofuđu góđu. Fjallađ er um einar sex mismunandi leiđir í baráttun... Meira
Skođun 18. júl. 2014 07:00

Frjálshyggja eđa félagshyggja?

Ímyndađu ţér ađ mađur banki upp á hjá ţér og bjóđi ţér ćvilanga áskrift ađ bókasafni sem hann er nýbúinn ađ opna. Áskriftin kostar vissa upphćđ á mánuđi en ţú verđur ađ greiđa međ Visa-rađ alla starfs... Meira
Skođun 17. júl. 2014 14:56

Stoltur leikskólakennari

Ţarna mćtir ţessi litli snáđi međ höfuđiđ fullt af hugsunum og hjartađ fullt af tilfinningum og ég er manneskjan sem hann langar ađ deila ţví međ. Ég stend honum ţađ nćrri ađ hann treystir mér fyrir ţ... Meira
Skođun 17. júl. 2014 07:00

Viđhald Hörpu – 100,2 milljónir frá upphafi!

Nýlega barst sú frétt ađ kostnađur viđ viđhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 nćmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingađ til hefur veriđ vonlaust ađ fá eitthvađ upp á borđiđ varđandi sundurliđađan Hörpukost... Meira
Skođun 17. júl. 2014 07:00

Landsbankinn ţarf ađ skýra mál sitt

Tímabćrt er ađ forráđamenn Landsbankans geri opinberlega grein fyrir ţví hvers vegna í ósköpunum bankinn kaus ađ leggja Húsasmiđjuna inn á fjárhagslega líknardeild fremur en láta hana ađ fara sömu lei... Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar
Fara efst