FIMMTUDAGUR 17. APRÍL NÝJAST 11:00

Thunder tók annađ sćtiđ | Wizards komst upp fyrir Nets

SPORT

Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar

Skođun
kl 11:57, 09. apríl 2010
Arnţór Garđarsson.
Arnţór Garđarsson.

Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra.

Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands.

Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar.

Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum.

Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki.

Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar?

Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína.

Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs:

1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna.

2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar.

3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar.

Reykjavík 8. apríl 2010.
Arnþór Garðarsson
prófessor emeritusAthugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 17. apr. 2014 07:00

Battavöllur – menningarlegt fyrirbćri?

Í mínum skóla gerast margir góđir hlutir, ekki síst vegna ţess ađ í honum er Hjallastefnan. Á hverjum degi er unniđ ađ lýđrćđi, jafnrétti, samvinnu, kćrleika, virđingu, upplýsingatćkni, íslensku, stćr... Meira
Skođun 17. apr. 2014 07:00

Eigum viđ ađ kenna börnunum okkar dyggđir?

Viđ erum dugleg ađ kenna börnunum okkar dyggđir. Viđ viljum ađ ţau standi viđ orđ sín, séu heiđarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góđ viđ minnimáttar. Meira
Skođun 17. apr. 2014 07:00

Barnaborgin

Öll börn eiga ađ hafa jöfn tćkifćri til ađ vaxa og dafna og rćkta hćfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvćgu hlutverki í ađ stuđla ađ ţessum tćkifćrum enda kemur hún međ einum eđa öđrum hćtti ađ... Meira
Skođun 17. apr. 2014 07:00

Jordan Belfort á Íslandi. Guđ hjálpi okkur!

Jú, ţađ er rétt ađ hinn illrćmdi "Úlfur á Wall Street“ verđur međ söluráđstefnu á Íslandi ţriđjudaginn 6. maí í Háskólabíói. Margir eru ađ spyrja sig hvers vegna og umrćđan hefur veriđ litrík un... Meira
Skođun 17. apr. 2014 07:00

Digurmćli Davíđs

Mér hefur veriđ bent á býsna rćtin digurmćli í Reykjavíkurbréfi Morgunblađsins, sem kom út ţann 12. apríl sl., um forsvarsmenn íslenskra lífeyrissjóđa. Meira
Skođun 17. apr. 2014 07:00

Tölvuleikjafíkn unglinga

Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugđinn ţví sem fyrri kynslóđir bjuggu viđ. Tćkninýjungar veita fólki ađgang ađ upplýsingum og samskiptum sem áđur voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks... Meira
Skođun 16. apr. 2014 16:43

Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni

Félag atvinnurekenda hefur látiđ til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umrćđu um afnám tolla og vörugjalda. Ţađ hefur miđađ fremur hćgt en sem betur fer er umrćđan um ţessi mikilvćgu mál ađ auk... Meira
Skođun 16. apr. 2014 15:18

Mikilvćgi tómstunda

Skipulagt tómstundastarf er ađ mínu mati ein af bestu forvörnum sem völ er á og hvet ég alla foreldra ađ íhuga mikilvćgi ţess ţegar kemur ađ velferđ barna og unglinga. Meira
Skođun 16. apr. 2014 11:13

Hvađan koma ţeir sem viđ eigum ađ kjósa?

Mikil umrćđa hefur veriđ í samfélaginu um kynjahlutfall í stjórnmálum. Fyrir borgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri kvenmenn í frambođi en karlar og vonandi verđur hlutfall kynja jafnt í borgarst... Meira
Skođun 16. apr. 2014 10:16

Ađstođum börn sem búa viđ fátćkt

Hvađ ţýđir ţađ fyrir barn ađ alast upp viđ fátćkt á Íslandi? Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Fullveldisgildran

Mörg menningarsamfélög hafa fariđ forgörđum viđ ţađ ađ lífsađstćđur ţeirra breyttust og ţau megnuđu ekki ađ bregđast viđ, ađlaga lifnađarhćtti sína og samfélagssýn ţeim breytingum. Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Heyrist í hásum ţingmanni?

Ţađ er vel viđ hćfi ađ nota alţjóđlega radddaginn 16. apríl til ađ minna fólk á ađ ţađ kćmist nú sennilega illa í gegnum lífiđ ef ţađ hefđi ekki röddina til ađ tjá sig međ, eitthvađ sem flestöllum fin... Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Skemmdarverk viđ Skógafoss – Vér mótmćlum

Rangárţing eystra hefur auglýst nýtt deiliskipulag í Ytri-Skógum. Ţađ nćr yfir ađkomu ađ Skógafossi. Áćtlađ er ađ byggja ţar mjög stórt hótel á tveim hćđum ađ hluta. Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Vistvangur í Landnámi Ingólfs

Um ţessar mundir hafa samtökin Gróđur fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) starfađ í 17 ár. Samtökin kusu sér strax í upphafi afmarkađ starfsvćđi, hér á suđvesturhorninu ţar sem drjúgur meirihluti land... Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Grátur og gnístran tanna í Reykjavík

Heimili: Reykjavík. Velferđ: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum ţó ađ margir borgarbúar eru hjálparţurfi. Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

„Ţegar brunnurinn kom“

"Hvenćr byrjađir ţú í skóla?“ spurđi forvitinn hjálparstarfsmađur tólf ára stelpu á verkefnasvćđi Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst viđ svari á borđ viđ "í fyrra“ eđa "ţegar ég va... Meira
Skođun 16. apr. 2014 07:00

Virkjum styrkleika í skólum

Skólamál snerta kjarna jafnađarstefnunnar ţví ţar má skapa börnum jöfn tćkifćri til ađ ţroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er ađ draga fram styrkleika allra barna í skó... Meira
Skođun 16. apr. 2014 00:01

100, 10, 1

Fagnađu hverjum degi eins og ţú myndir lifa í 100 ár. Hugsađu um áhrif hverrar ákvörđunar a.m.k. nćstu 10 mánuđi. Njóttu hverrar stundar eins og ţú lifir bara ţennan 1 dag. Meira
Skođun 16. apr. 2014 00:01

Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms

Útfćrsla á afnámi haftanna ţarf ađ styđja viđ langtímastefnuna. Fyrirtćki í alţjóđlegri starfsemi munu hafa ráđandi áhrif á framtíđarvöxt útflutningstekna. Til ađ stjórnendur ţeirra kjósi ađ byggja up... Meira
Skođun 15. apr. 2014 15:19

Tollakerfiđ er gert til ađ vernda íslenska verslun

Hér á landi eru sjónvörp allt ađ ţvi 100% dýrari en í Bretlandi. Meira
Skođun 15. apr. 2014 11:15

Af málefnavinnu pírata og ýktri einsemd oddvita

Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um ađ oddviti pírata í Reykjavík hefđi veriđ sá eini sem mćtti á málefnafund hjá pírötum í borginni ţann sama dag. Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Heimilum blćđir, landbúnađur í bómull

Helmingur heimilanna í landinu á í erfiđleikum međ ađ ná endum saman og um tíu prósent okkar eru í alvarlegum vanskilum. Atvinnulífiđ getur ekki greitt hćrri laun, međal annars vegna erfiđs rekstrarum... Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

OR á réttri leiđ!

Fyrir fjórum árum stađfesti matsfyrirtćkiđ Fitch Ratings neikvćtt lánshćfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ţetta ţýddi í raun ađ OR stóđu til bođa enn verri lánskjör. Rök FR voru ţau ađ greiđslugeta fy... Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Gálgahraun, Ţríhnúkagígur og réttarríki geđţóttans

Íslendingar sem reyndu ađ vernda Gálgahraun gegn eyđileggingu hafa ţurft ađ svara til saka og bíđa nú dóms. Glćpur ţeirra var ađ ţvćlast fyrir lögreglu og jarđýtueigendum. Meira
Skođun 15. apr. 2014 08:58

Hvađ veldur minnkandi neyslu erlendra ferđamanna?

Ţegar fjöldi erlendra ferđamanna jókst međ ţeim hćtti sem hann gerđi á árunum 2011 og 2012 ţá spurđi ég mig ţeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefđi gert... Meira

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar
Fara efst