Arnþór Garðarsson: Athugasemdir við skýrslu Hagfræðistofnunar 9. apríl 2010 11:57 Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra. Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands. Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar. Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum. Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki. Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar? Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína. Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs: 1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna. 2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar. 3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar. Reykjavík 8. apríl 2010. Arnþór Garðarsson prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra. Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands. Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar. Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum. Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki. Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar? Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína. Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs: 1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna. 2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar. 3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar. Reykjavík 8. apríl 2010. Arnþór Garðarsson prófessor emeritus
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun