MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER NÝJAST 06:00

Ef einhver leikur er sex stiga leikur, ţá er ţađ ţessi

SPORT

Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar

Skođun
kl 11:57, 09. apríl 2010
Arnţór Garđarsson.
Arnţór Garđarsson.

Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra.

Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands.

Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar.

Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum.

Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki.

Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar?

Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína.

Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs:

1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna.

2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar.

3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar.

Reykjavík 8. apríl 2010.
Arnþór Garðarsson
prófessor emeritusDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 13. sep. 2014 08:00

Til minningar um palestínskan fótbolta!

Ađgerđir ísraelskra stjórnvalda til ţess ađ gera út um íţrótta- og knattspyrnuiđkun Palestínumanna er einungis einn liđur í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu. Meira
Skođun 13. sep. 2014 07:00

Vondir hlutir sem eru gerđir viđ gott fólk

Málflutningur í grein líkt og hjá Frosta í Fréttablađinu 11.09.14 sýnir afar svarthvíta mynd af ástandinu í Miđ-Austurlöndum. Frosti vitnađi međal annars í viđtal sem var tekiđ viđ sendiherra Írans se... Meira
Skođun 13. sep. 2014 07:00

Jibbí í síđasta sćti í Júróvision

Viđ viljum gjarnan gera okkur gildandi á međal stćrri ţjóđa međal annars međ ţátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikiđ skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur... Meira
Skođun 13. sep. 2014 07:00

Landbúnađarkerfiđ – broddur á barka ţjóđarinnar

Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar viđ víđtćk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverđa ríkisstyrki er landbúnađurinn. Landbúnađarkerfiđ íslenska er mikil ógagnsć flćkja, hannađ ... Meira
Skođun 13. sep. 2014 07:00

Framtíđ stefnumótunar og áćtlanagerđar hins opinbera

Í vor mćlti fjármála- og efnahagsráđherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpiđ felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga ţar sem áhersla er lögđ á langtímastefnum... Meira
Skođun 12. sep. 2014 11:51

Vondir hlutir sem eru gerđir viđ gott fólk

Málflutningur í grein líkt og hjá Frosta í Fréttablađinu 11.09.14 sýnir afar svarthvíta mynd af ástandinu í Miđ-Austurlöndum. Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Hvađa ţýđingu hefur sjálfstćtt Skotland fyrir Ísland?

Pólitískt landslag umhverfis Ísland gćti tekiđ veigamiklum breytingum á komandi árum. Margir Grćnlendingar og Fćreyingar íhuga sjálfstćđi frá Danmörku og Skotar kjósa um ţađ hvort lýsa eigi yfir sjálf... Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Svart box í Seđlabankanum?

Ţar til gjaldeyrishöft verđa afnumin munu íslensk fyrirtćki og heimili búa viđ óviđunandi efnahagsumhverfi. Međan ástandiđ varir er ţví mikilvćgt ađ stjórnvöld og opinberir ađilar leiti allra leiđa ti... Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Opiđ bréf til fjármálaráđherra

"Ţađ er til skammar ađ slík árás skuli gerđ á okkar kynslóđ sem ól ykkur upp!“ Ég hef lengiđ veriđ ađ hugsa um ađ skrifa yđur međ eftirfarandi fyrirspurn vegna öryrkja, ellilífeyrisţega og ţeirr... Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Opiđ bréf til nýrra framkvćmdastjóra á Landspítala

Ágćtu nýju framkvćmdastjórar Landspítalans. Samkvćmt upplýsingum frá forstjóranum virđist ráđning ykkar ţjóna tvennum tilgangi; ađ setja "öryggi og flćđi sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spít... Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Fyrir hverja er HPV-bólusetning?

HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast međ beinni snertingu fólks viđ kynlíf. Flest okkar sem hafa stundađ kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiđinni af HPV. Nóg er ađ hafa stundađ... Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Ég er heimsforeldri

Ţegar eldri dóttir mín var yngri veiktist hún ţađ illa ađ ég ţurfti ađ fara međ hana á Lćknavaktina. Sem betur fer var hún ekki alvarlega veik og braggađist fljótt. Mér varđ hugsađ til ţessa í tengslu... Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Á vćngjum minninganna

Ţađ var trođfullt hús í Salnum í Kópavogi síđastliđinn sunnudag. Ţađ ríkti eftirvćnting í loftinu. Hvađ mundi koma út úr ţessu samstarfi? Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Hiđ dýra heilbrigđiskerfi í Bandaríkjunum

Ţrátt fyrir ţá lífseigu mýtu ađ heilbrigđisţjónusta í Bandaríkjunum sé rekin á grundvelli markađslögmála er stađreyndin sú ađ um helmingur bandaríska heilbrigđiskerfisins er rekinn á vegum ríkisins. Meira
Skođun 12. sep. 2014 07:00

Jákvćđ teikn á lofti í íslensku vísinda- og nýsköpunarumhverfi

Rannsóknaţing Vísinda- og tćkniráđs (VT) var haldiđ föstudaginn 29. ágúst. Meginefni ţingsins var umfjöllun um úttekt á íslensku vísinda- og nýsköpunarumhverfi. Úttektin var framkvćmd af óháđum sérfrć... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Höfuđstađur Norđurlands

Fyrr í sumar sendi Akureyrarbćr inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráđuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembćtta. Í ţeim breytingum sem kynntar voru af hálfu inna... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Umhverfisvćnni ferđaţjónusta á Norđurlöndum

Umhverfisvitund er óvíđa í heiminum meiri en hjá Norđurlandabúum. Mörg veltum viđ ţví daglega fyrir okkur hvernig viđ getum minnkađ álagiđ á náttúruna og unniđ gegn loftslagsbreytingunum. Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Trúin á hagsmunina

Viđ lifum í menningu sem nennir ekki ađ rćđa ólíkar skođanir en horfir fremur á hagsmuni. Viđ tökum meiningar manna eđa lífsskođanir ekki of hátíđlega ţví ţegar upp er stađiđ virđast allir bara vera a... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Breytingar á neyslusköttum – mikilvćgt skref í rétta átt

Bođađar breytingar á virđisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvćđar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bćđi neytendur og framleiđendur munu njóta góđs af breytingunum og innh... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Af göllum og hćttum í tónlistarhúsinu Hörpu

Gallar (í smíđi og hönnun) og hćttur eru í Hörpu sem óvinsćlt er ađ fjalla um opinberlega. Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Ríkisútvarpiđ og kristin gildi

Útvarpsstjóri sagđist fella niđur morgunbćn og orđ kvöldsins til ađ fá pláss fyrir annađ efni á Rás 1. Skildist mér ađ nýja efniđ vćri frćđsla um trúarbrögđ. Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Fiskistofa: Stássstofa eđa stjórnsýsla

Fiskistofa er hvorki stássstofa sem framreiđir sjávarrétti né vinnustofa sem framleiđir ţá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging ađ kalla stjórnsýslustofnanir "stofur“ eđa "nefndir&#... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Af hverju ekki nefskattur?

Í desember 2013 skipađi innanríkisráđherra starfshóp sem hafđi ţađ verkefni ađ endurskođa fjárhagsleg samskipti ríkis og Ţjóđkirkjunnar og safnađa hennar. Sá sem hér ritar hefđi haldiđ ađ slíkur hópur... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Umferđarkrísan í miđborginni

Ófremdarástand ríkir í miđborg Reykjavíkur. Ferđamenn streyma til landsins og gista á hótelum og gistiheimilum í miđborginni. Ţeir vilja sjá Ísland og kaupa sér dagsferđir til ađ sjá alla ţessa stórme... Meira
Skođun 11. sep. 2014 07:00

Úttekt á viđunandi framfćrslu

EAPN (European Anti Poverty Network) eru evrópsk samtök sem mynduđ eru af frjálsum félagasamtökum sem hafa ţađ í markmiđum sínum ađ vinna ađ málefnum fátćkra. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Arnţór Garđarsson: Athugasemdir viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar