Viðskipti innlent

Landsvirkjun skuldlaus á tíu árum

Formaður skilanefndar Glitnis segir mikilvægt að byggja á ný upp samband við erlenda fjárfesta. Traust sem byggt hafi verið upp á hálfri öld hafi gufað upp á einni viku í bankahruninu. Markaðurinn/GVA
Formaður skilanefndar Glitnis segir mikilvægt að byggja á ný upp samband við erlenda fjárfesta. Traust sem byggt hafi verið upp á hálfri öld hafi gufað upp á einni viku í bankahruninu. Markaðurinn/GVA
Hætti Landsvirkjun öllum fjárfestingum getur fyrirtækið greitt upp allar sínar erlendu skuldir á tíu árum. Grípi Orkuveita Reykjavíkur (OR) til sömu ráða tekur það fyrirtækið fimmtán ár að komast á núllið. Þetta er mat Árna Tómas­sonar, endurskoðanda og formanns skilanefndar Glitnis.

Árni hélt erindi á haustráðstefnu Stjórnvísi á föstudag um viðhorf til erlendra lánardrottna. Forsendur Árna voru ársreikningar orkufyrirtækjanna beggja og miðaði hann bæði við árlegar tekjur og afborganir af lánum. Hann benti á að tekjur Landsvirkjunar eru um 25 milljarðar króna á ári en afborganir af lánum 35 milljarðar. Á sama tíma greiðir OR 25 til 30 milljarða í afborganir á ári á meðan tekjur eru um þrettán milljarðar.

Árni sagði fyrirtækin ekki geta greitt upp lán sín án endurfjármögnunar. Slíkt byggist á trausti gagnvart erlendum fjárfestum. „Við misstum það á einni viku,“ sagði Árni og gagnrýndi bæði þá sem vilja hætta samningum við erlenda lánardrottna, tefja fyrir fjárfestingu erlendra aðila hér og stjórnvöld sem hafi mismunað innlendum og erlendum fjárfestum í kringum hrun bankanna fyrir tveimur árum. - jab




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×