Innlent

SMS-mótmæli fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar

Þorgerður Katrín með Bjarna Benediktssyni á góðri stundu.
Þorgerður Katrín með Bjarna Benediktssyni á góðri stundu.

Mótmælendur eru að safnast saman fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þegar Vísir hafði samband við mann sem var á vettvangi voru fjórir komnir en fleiri virtust vera að koma til þess að mótmæla.

Mótmælendur voru meðal annars með potta og gjallarhorn.

Samkvæmt heimildum Vísis var mótmælendum send SMS um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir hópsins. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða.

Þegar haft var samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu höfðu engar upplýsingar borist um mótmælin.

Þorgerður Katrín hefur verið umdeild undanfarið og þá sérstaklega vegna skuldar eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar, en þær skuldir voru tíundaðar í rannsóknarskýrslu Alþingis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×