Aðild að ESB og upptaka evru leysir myntvandann 12. nóvember 2010 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Illugi Gunnarsson þingmaður, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ragnar Árnason prófessor, ræddu stjórn peningamála á Hótel Loftleiðum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
„Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent