Aðild að ESB og upptaka evru leysir myntvandann 12. nóvember 2010 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Illugi Gunnarsson þingmaður, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ragnar Árnason prófessor, ræddu stjórn peningamála á Hótel Loftleiðum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
„Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira