Þurfa frambjóðendur til stjórnlagaþings ekki að gefa upp hagsmunatengsl sín? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 29. október 2010 16:15 Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Ég lagði fram spurningu á borgarafundi á vegum stjórnlaganefndar sem haldinn var í Súlnasal á Hótel Sögu í síðustu viku og snerist hún um það hvort ekki verði kallað eftir því af hendi opinberra aðila að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp hagsmunatengsl sín. Sömu spurningu lagði ég fyrir fulltrúa Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í símtali í dag. Svörin voru þau að kynning á slíkum upplýsingum væru ekki á hendi þessara aðila heldur yrði einungis kynnt það efni sem frambjóðendur sendu inn ásamt því að bent yrði á þær vefsíður sem frambjóðendur vilja vekja athygli á. Á fundinum var vísað til þess að þetta kæmi ekki fram í Lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 . Í 9. gr. þeirra stendur einungis að Dómsmálaráðuneytið skuli undirbúa kynningarefni um frambjóðendur en ekki er nánar útlistað hvaða upplýsingum þurfi að kalla eftir. Mögulegt er að fjölmiðlar muni fjalla um hagsmunatengsl frambjóðenda og nú þegar hefur vefsíðan Svipan www.svipan.is kallað eftir hagsmunatengslum sem hluta þeirra upplýsinga sem óskað er eftir frá frambjóðendum. Þetta tel ég vera jákvætt en ábyrgð á því að kalla eftir þessum upplýsingum og birta þær eigi að liggja hjá þeim sem annast kynningu á frambjóðendum samkvæmt lögunum þannig að hlutleysis sé gætt í hvívetna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru einstaklingar sem bjóða fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Verkefnið á sér enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra sem ná kjöri á stjórnlagaþing er mikil og snýst um það að vera þátttakendur í því að endurskoða rammann um grunnstoðir íslensks samfélags. Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagslífið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Til þess að stjórnlagaþing og þingmenn þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að frambjóðendum sé gert skylt að upplýsa um sín hagsmunatengsl þannig að kjósendur geti gert upp hug sinn með upplýstum hætti. Ég spyr kjósendur að því hvort þeir muni kjósa frambjóðendur sem ekki upplýsa um hagsmunatengsl sín? Ég spyr frambjóðendur að því hvort þeir muni birta hagsmunatengsl sín? Að lokum ítreka ég fyrirspurn mína til hins opinbera um hvort ekki verði kallað eftir hagsmunatengslum frambjóðenda til stjórnlagaþings? Það væri til dæmis hægt að gera það þannig að fyrirfram mótaðar spurningar um hagsmunatengsl verði sendar til frambjóðenda og svör þeirra svo birt sem ítarefni við kynningarefni á vefnum www.kosning.is Til þess að byggja upp betra samfélag á Íslandi þurfum við að hefja verkið hér og nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Ég lagði fram spurningu á borgarafundi á vegum stjórnlaganefndar sem haldinn var í Súlnasal á Hótel Sögu í síðustu viku og snerist hún um það hvort ekki verði kallað eftir því af hendi opinberra aðila að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp hagsmunatengsl sín. Sömu spurningu lagði ég fyrir fulltrúa Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í símtali í dag. Svörin voru þau að kynning á slíkum upplýsingum væru ekki á hendi þessara aðila heldur yrði einungis kynnt það efni sem frambjóðendur sendu inn ásamt því að bent yrði á þær vefsíður sem frambjóðendur vilja vekja athygli á. Á fundinum var vísað til þess að þetta kæmi ekki fram í Lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 . Í 9. gr. þeirra stendur einungis að Dómsmálaráðuneytið skuli undirbúa kynningarefni um frambjóðendur en ekki er nánar útlistað hvaða upplýsingum þurfi að kalla eftir. Mögulegt er að fjölmiðlar muni fjalla um hagsmunatengsl frambjóðenda og nú þegar hefur vefsíðan Svipan www.svipan.is kallað eftir hagsmunatengslum sem hluta þeirra upplýsinga sem óskað er eftir frá frambjóðendum. Þetta tel ég vera jákvætt en ábyrgð á því að kalla eftir þessum upplýsingum og birta þær eigi að liggja hjá þeim sem annast kynningu á frambjóðendum samkvæmt lögunum þannig að hlutleysis sé gætt í hvívetna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru einstaklingar sem bjóða fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Verkefnið á sér enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra sem ná kjöri á stjórnlagaþing er mikil og snýst um það að vera þátttakendur í því að endurskoða rammann um grunnstoðir íslensks samfélags. Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagslífið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Til þess að stjórnlagaþing og þingmenn þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að frambjóðendum sé gert skylt að upplýsa um sín hagsmunatengsl þannig að kjósendur geti gert upp hug sinn með upplýstum hætti. Ég spyr kjósendur að því hvort þeir muni kjósa frambjóðendur sem ekki upplýsa um hagsmunatengsl sín? Ég spyr frambjóðendur að því hvort þeir muni birta hagsmunatengsl sín? Að lokum ítreka ég fyrirspurn mína til hins opinbera um hvort ekki verði kallað eftir hagsmunatengslum frambjóðenda til stjórnlagaþings? Það væri til dæmis hægt að gera það þannig að fyrirfram mótaðar spurningar um hagsmunatengsl verði sendar til frambjóðenda og svör þeirra svo birt sem ítarefni við kynningarefni á vefnum www.kosning.is Til þess að byggja upp betra samfélag á Íslandi þurfum við að hefja verkið hér og nú!
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun